Flugleiðir betri en British Airways...

Ég lenti einmitt í þessu í fyrra - þá lenti vél British Airways á Egilstöðum eftir 2 misheppnaðar tilraunir til að lenda í Keflavík! Þetta var sko alveg skelfileg lífsreynsla - við lentum svo á Egilstöðum og vorum látin bíða þar án nokkurra upplýsinga í eina 4-5 tíma án þess að BA biði uppá vott né þurrt. Að þeim tíma liðnum var okkur svo sagt að annað hvort myndum við setjast uppí vélina aftur og fljúga til Glasgow eða við yrðum bara að redda okkur sjálf til Reykjavíkur....ekkert hótel, engin rúta eða jafnvel styrkur uppí bílaleigubíl. Glasgow var nú ekki beint spennandi kostur eftir lífsreynsluna og þar að auki búum við í London, svo Skotland var ekki efst á óskalistanum sér í lagi þar sem þoka lá yfir landinu og ekkert víst að flogið yrði til Íslands fyrir jól!

Við leigðum svo bíl og keyrðum til Reykjavíkur í brjáluðu veðri, enda ekki til neins að sitja fastur á Egilstöðum. Það tók okkur 25 tíma að komast frá London til Reykjavíkur - hefði allt eins getað komist til Ástralíu á þeim tíma! Og enginn baðst afsökunnar!

Svo er það Iceland Express.... við flugum með þeim núna fyrir jól og vorum nú að vonast eftir góðri þjónustu. Vélinni var seinkað um 5 tíma vegna bilunar í Kaupmannahafnar vélinni, og þótti best að láta Lundúna farþega bíða og þá sem voru á leið til Kaupmannahafnar ganga fyrir. Svo leið og beið og ekkert fréttist af vélinni á skjáum flugstövarinnar...það gleymdist nefnilega að láta farþega vita að vélin væri komin og að hún væri að fara í loftið...ég hringdi heim til Íslands af því að mér fannst þetta hálf skrítið og var þá sagt að á netinu væri lokaútkall í vélina. Og ekki vorum við ein um að vita ekki af brottför vélarinnar, því Íslendingar voru á víð og dreif um völlinn. Við náðum vélinni - en misstum af heilum degi af fríinu okkar á Íslandi...aftur!!!  Og þrátt fyrir öll óþægindin þá rukkuðu þeir okkur um yfirvigt á leiðinni til baka....ekki heyrt um goodwill hjá Iceland Express. Og enginn baðst afsökunnar!

Héðan í frá er það semsagt Icelandair.... þar er pottþétt að maður fái góða þjónustu, þar sem öryggi og þægindi farþega er sett í fyrirrúm. Vel gert Flugleiðir!


mbl.is Farþegum boðin áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú alveg viss um að Icelandair sé að standa sig svo vel ?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/04/loggan_send_a_reida_farthega/

óskráð (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:10

2 identicon

Ég var líka í vélinni frá Iceland Express í fyrra þegar þurfti að lenda á Egilsstöðum og mér var alveg hætt að lítast á blikuna

Þorgeir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:57

3 identicon

Er þetta nú ekki einum of, áfallahjálp vegna þess að það var ekki hægt að lenda í Keflavík. Við hérna fyrir austan erum ekkert svo slæm

Stefán Fannar (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:51

4 identicon

Ekki spurning um ad thid fyrir vestan seud svo slaem fyrir austan.... langadi bara i jol hja familiunni i Rvk  Meira ad segja rosa skemmtilegir strakar i bilaleigunni tharna! 

Thad er nu bara spurning um ad flugfelogin almennt fari ad baeta sina thjonustu...nema madur sigli bara a naesta ari! Hvad finnst ykkur.  

Heida Maria (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband