2.12.2007 | 22:53
Desember...
Nóvember bara hvarf - amma átti afmæli, pabbi átti afmæli og við fórum til Skotlands ad horfa á fótbolta...David að horfa á skota tapa og ég að horfa á ítalina - og nú er bara kominn Desember, mogginn farinn ad telja dagana fram að jólum...og þegar maður býr í útlöndum þá eru það svoleiðis smáatriði sem maður saknar!
Keyptum okkur jólakerti - og teljum þannig dagana fram að jólum...en ekkert súkkulaðidagatal! Ætlum að skella okkur í badminton á morgunn - held að þið ættuð öll að veðja á hversu lengi ég endist í þessu átaki Svo eru það tónleikar í Kentish Town á miðvikudaginn, og jólaglöggið á laugardaginn! Almenn gleði semsagt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.