Færsluflokkur: Bloggar
2.2.2008 | 10:57
Nýjar myndir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 13:14
Nú byrjar ballið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 20:26
Kassar.uk
Hér er bara allt í kössum! Hvert sem litið er eru kassar, og rusl...þýðir ekkert að gerast eitthvað húsmóðursleg og fara að þrífa því að rykið þyrlast bara upp með kössunum.
Við flytjum á laugadaginn og þá verðum við bara í nýju húsi með kössum!! Eruð þið ekki til í að koma yfir og hjálpa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2008 | 16:42
Þá er það official!!!
Við fáum húsið afhent á fimmtudaginum 24. janúar og flytjum inn helgina 26/27. janúar!!! Svo allt ad gerast.
Einnig langar mig að óska Emmu og Bjarka til hamingju með dóttur númer tvö!!! Gekk víst allt vel og móður og barni heilsast vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2008 | 11:45
Flugleiðir betri en British Airways...
Ég lenti einmitt í þessu í fyrra - þá lenti vél British Airways á Egilstöðum eftir 2 misheppnaðar tilraunir til að lenda í Keflavík! Þetta var sko alveg skelfileg lífsreynsla - við lentum svo á Egilstöðum og vorum látin bíða þar án nokkurra upplýsinga í eina 4-5 tíma án þess að BA biði uppá vott né þurrt. Að þeim tíma liðnum var okkur svo sagt að annað hvort myndum við setjast uppí vélina aftur og fljúga til Glasgow eða við yrðum bara að redda okkur sjálf til Reykjavíkur....ekkert hótel, engin rúta eða jafnvel styrkur uppí bílaleigubíl. Glasgow var nú ekki beint spennandi kostur eftir lífsreynsluna og þar að auki búum við í London, svo Skotland var ekki efst á óskalistanum sér í lagi þar sem þoka lá yfir landinu og ekkert víst að flogið yrði til Íslands fyrir jól!
Við leigðum svo bíl og keyrðum til Reykjavíkur í brjáluðu veðri, enda ekki til neins að sitja fastur á Egilstöðum. Það tók okkur 25 tíma að komast frá London til Reykjavíkur - hefði allt eins getað komist til Ástralíu á þeim tíma! Og enginn baðst afsökunnar!
Svo er það Iceland Express.... við flugum með þeim núna fyrir jól og vorum nú að vonast eftir góðri þjónustu. Vélinni var seinkað um 5 tíma vegna bilunar í Kaupmannahafnar vélinni, og þótti best að láta Lundúna farþega bíða og þá sem voru á leið til Kaupmannahafnar ganga fyrir. Svo leið og beið og ekkert fréttist af vélinni á skjáum flugstövarinnar...það gleymdist nefnilega að láta farþega vita að vélin væri komin og að hún væri að fara í loftið...ég hringdi heim til Íslands af því að mér fannst þetta hálf skrítið og var þá sagt að á netinu væri lokaútkall í vélina. Og ekki vorum við ein um að vita ekki af brottför vélarinnar, því Íslendingar voru á víð og dreif um völlinn. Við náðum vélinni - en misstum af heilum degi af fríinu okkar á Íslandi...aftur!!! Og þrátt fyrir öll óþægindin þá rukkuðu þeir okkur um yfirvigt á leiðinni til baka....ekki heyrt um goodwill hjá Iceland Express. Og enginn baðst afsökunnar!
Héðan í frá er það semsagt Icelandair.... þar er pottþétt að maður fái góða þjónustu, þar sem öryggi og þægindi farþega er sett í fyrirrúm. Vel gert Flugleiðir!
Farþegum boðin áfallahjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2007 | 22:53
Desember...
Nóvember bara hvarf - amma átti afmæli, pabbi átti afmæli og við fórum til Skotlands ad horfa á fótbolta...David að horfa á skota tapa og ég að horfa á ítalina - og nú er bara kominn Desember, mogginn farinn ad telja dagana fram að jólum...og þegar maður býr í útlöndum þá eru það svoleiðis smáatriði sem maður saknar!
Keyptum okkur jólakerti - og teljum þannig dagana fram að jólum...en ekkert súkkulaðidagatal! Ætlum að skella okkur í badminton á morgunn - held að þið ættuð öll að veðja á hversu lengi ég endist í þessu átaki Svo eru það tónleikar í Kentish Town á miðvikudaginn, og jólaglöggið á laugardaginn! Almenn gleði semsagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 22:23
Tíminn Flýgur!
Ég man þegar ég var lítil þá sagði fullorðna fólkið alltaf að tíminn liði svo hratt og mér fannst fólkið bara vera að rugla eitthvað. Það var alltaf langt til jólanna, nema á aðfangadag! Það var alltaf langt í afmælið mitt, nema á afmælisdaginn sjálfan. Og sama átti við um 17. júní! Núna hinsvegar verð ég að viðurkenna að fullorðna fólkið hefur alls ekki rangt fyrir sér...mér finnst jólin nýliðin og ég þarf samt að fara að huga að jólagjafainnkaupum. Ég náði fertugsaldrinum án þess að ég nái að blikka augunum. En 17. júní klikkar svolítið - það er alltaf langt í 17. júni þegar maður býr í útlöndum!
Það sem ég er að reyna að segja er að tíminn gjörsamlega flýgur frá mér án þess að ég taki eftir einu né neinu!
Viðburðarrík helgi að baki. Við fórum út með vinnufélögum Davids á föstudagskvöldið. Þar voru margir misskemmtilegir einstaklingar svona eins og gengur og gerist...þó virðist það bera svona meira á misskemmtilegum einstaklingum þegar fólk tekur sig sjálfan sig svona líka svakalega alvarlega. Þarna var líka litli þykistunni lögfræðingurinn sem lítur út fyrir að vera svona circa 12 ára og er augljóslega með of mikið af kvenhormónum (án þess þó að hann sé eitthvað að viðurkenna það). Ég er semsagt ekki alveg sannfærð um að ég myndi vilja að hann færi með mitt mál fyrir rétt - meina hann lítur út fyrir að geta verið sonur minn!!
Fórum svo á flugeldasýningu á laugardagskvöldið - og allir voru svakalega hrifnir af sýningunni! Alveg augljóst að þau hafa ekki eytt gamlárskvöldi á Íslandi - bara prump á okkar mælikvarða!
Fórum svo á bíó á sunnudaginn og það var ekkert prump. Mæli eindregið með ævintýramyndinni Stardust, enda væri ég alveg til í að vera stjarna í galdraheimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 12:13
Ammæli
Drengurinn átti afmæli í gær og ekki annað að sjá en að hann hafi verið ánægður með 21 árs (+ 20) afmælisdaginn David hefur aldrei verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að halda uppá þennan dag, af ýmsum mis-skemmtilegum ástæðum, en þar sem ég er á því að maður eigi að halda uppá sem mest þá hafa orðið breytingar á þessu hjá herra Winnie.
Hann fékk pakkana sína og kortin í morgunsárið - bretar eru nefnilega á því að kort séu persónulegri en gjafir...hvað er að!?! Svo var vinnudagurinn framundan, og hafði ég keypt kökur fyrir vinnufélagana (já, hafði ekki tíma til að baka!) sem féllu í góðan farveg. Ég eldaði svo fyrir manninn um kvöldið og var búin að hafa samband við stákana úr boltanum og mæla okkur mót við þá á pöbbnum án þess að David vissi af því - svona er maður mikil elska.
Allavega góður dagur í alla staði - David svona eins og gott vín, verður bara betri með árunum!! haha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 20:17
Ýmislegt...
Við skötuhjúin erum dálítið stressuð þessa dagana - en það lýsir sér í höfuðverk, svefnleysi, hárlosi, pirringi og svolitlu orkuleysi! Það er svosem okkur að kenna, enda erum við ekki að gera mikið í því að koma í veg fyrir stress....en það ekki allir sem setja sér það markmið að taka stórt lán og kaupa húsnæði þegar markaðurinn er heldur óstabíll, halda jól á Íslandi, gifta sig, byrja í nýju starfi sem hefur ekkert með fótbolta að gera og allt þetta á bara fáeinum mánuðum! Nei, við erum ekkert fyrir rólegheitin!
"Mr Winnie" gengur bara vel hjá SA Law. SA Law stendur fyrir St Albans Law sem að mínu mati er ekki alveg jafn "hipp og kúl" og LA Law - en hvað um það...David flottur í jakkafötunum á morgnanna, og hann fær borgað (sem ekki verður sagt yfir síðustu 6 árin sem námsmaður!!!!) En þó þetta sé ekki beint LA Law þá er víst best að benda Íslendingum á að SA Law veitir frábæra þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga, og mun ódýrara en gengur og gerist í London (smá plögg!)
Svo langar mig að óska Kristínu vinkonu til hamingju með doktorstitilinn. Doktor Kristín Ingvarsdóttir - erum ekkert lítið stoltar vinkonurnar
Nóg af mér og okkur. Hvað er að frétta af Íslandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 16:42
Hús...
Við skoðuðum og gerðum tilboð í hús núna í morgunn! Tilboðinu hefur þegar verið tekið og ef allt gengur að óskum ættum við að flytja um miðjan janúar Við tókum ákvörðun um að flytja út St Albans þar sem ég hef búið í rúm 4 ár - enda verð á húsnæði hér ekki í samræmi við það sem fæst í bæunum í kringum okkur.
Húsið er yfir 3 hæðir (hurðin vinstra megin) og hefur 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, extra klósett, stofu, bílskúr, stórt eldhús og garð! Nóg pláss fyrir okkur David og köttinn! Setti myndir inní albúm hérna á síðunni fyrir alla að skoða
Welwyn Garden City er tæpa 15 km frá St Albans. Þaðan tekur okkur svipaðan tíma að komast niður til London með lest og það tekur frá St Albans, til Cambridge er aðeins 25 mínútna akstur svo og til St Albans aðeins 20 mínútur. Fallegur miðbær og góðir skólar (svona uppá framtíðina að gera!)
Nú er bara að vona að fjármálunum verði reddað með einu góðu húsnæðisláni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)