Færsluflokkur: Bloggar

Brúðkaupsmyndband

Hérna er "trailerinn" af brúðkaupsmyndbandinu!

Klikkid a linkinn - lykilorðið er iceland

http://vimeo.com/2386192 


Innipúki!

Nú er ég ekki búin að fara út fyrir hússins dyr síðan á föstudaginn. Nei, ég er ekki lasin, og ég er ekki búin ad vera löt, ég er ekki bara búin að vera að hangsa - en samt er ég ekkert búin að elda né heldur tók ég til. Ég er búin að vera að vesenast í einhverju leiðinda verkefni og er ekki búin með það!

David tók til og eldadi þetta líka dýrindis "Curry". Klöppum fyrir manninu. Ég mæli sko alveg með að gefa manninum sínum uppskriftabók í afmælisgjöf...svínvikar!


Það er ekki öllum bretum illa við okkur...

Maðurinn á pósthúsinu sagði að hann hafi heimsókt Ísland heim árið 2005 - og fundist það bara alveg yndislegt! Jafnvel að ég heimsæki pósthúsið aftur á morgun....svona jákvæðni bara vel metin!

Ég er búin að vera löt...

Já, þetta er hálf aumingjaleg afsökun fyrir að láta ekki heyra í mér... en þetta er bara sannleikurinn, ég er almennt séð bara búin að vera löt og því látið lítið fyrir mér fara.

Nóg er nú búið að gerast á árinu og það var bara kominn tími til að leggjast undir feld! Núna er ég komin undan feldinum og bara almennt hress! Jólin á næsta leiti (jætz) og við að fara að koma heim aftur.

 


Spilaborg...

Einhvern tíman var ég nu búin ad tjá mig um thessa 'spilaborg' sem byggð hafði verið á Íslandi. Hver jeppinn a fætur ödrum, fjarfestingar allar a krít og ekkert mátti úrskeidis fara í efnahagsmálum heimsins...og nú var boginn spenntur aðeins of mikið!?!?

Í peningavímu gleymdu þessir áhættusæknu ofurhugar ad madur tharf alltaf ad geta borgad til baka þegar tekið er lán...en ábyrgðin er víst ekki þeirra - jeppinn er safe!


Skotland 0 Ísland 1

Eða eins og við lítum á þetta: David 0 Heiða 1 Wink  Mikið svakalega er ég kát með að vera með fleiri stig en David!!!

Góða helgi...

Við ætlum að skella okkur uppí Norfolk, viðra sjálfa okkur og slaka bara almennt á...en þið?

Hversdagsleikinn - fyrir þá sem hafa áhuga...!

Ég er búin að vera alveg svakalega bissí síðustu vikurnar. Kom í helgarferð til Íslands helgina fyrir þessa síðustu til að vera viðstödd brúðkaup stórvinkonu minnar, Erlu Sylvíu og hennar ektamanns, Jónathans....og svo auðvitað var það alger bónus að fá að sjá handboltahetjurnar okkar vinna silfrið á ólympíuleikunum i Kína Tounge

Svo tók náttúrulega vinnan við í vikunni - það er búinn að vera einhver hægagangur í ráðningum hérna hjá bretanum. Ég get samt ekki beint kennt um nidurgangi í efnahagskerfinu því ég fór í IKEA í gær og bara aldrei séð aðra eins örtröð....og það var ekki útsala! Ég held ég kenni bara sumarfríum um og nú fer fólk að ráða aftur Wink

IKEA var bara alveg þess virði - keyptum þennan líka fína skáp undir heimabíoið. Helv billegur og passar svona líka vid IKEA "showhome" lúkkið sem við erum að reyna að skapa. Og eins og heimabíóskápur sé ekki nóg þá fengum við nýja borðið okkar og stólana afhenta í dag. Mamma og Siggi gáfu okkur þetta líka flotta eikarborð í brúðkaupsgjöf og nú er bara stórheimilið í WGC alveg að smella saman (alls ekki IKEA lúkk í eldhúsinu!). Búin að skella inn nokkrum myndum hérna til hliðar. Nei, þetta er ekki búið. Fórum í leikhús á laugardaginn var eftir að hafa eytt deginum í 30 gráðu hita í miðborg London (ljúft!). Sáum Les Miserables, en mér til ama var Michael nokkur Ball ekki í sýningunni, en sýningin var samt gríðarlega vegleg. Annars er bara ekkert að frétta hér frá UK. Vonandi heyri ég í ykkur fljótlega.

Back to life...back to reality!!

Nú ert allt fallið í sama gamla farið...sofa, drekka kaffi, vinna, drekka meira kaffi eða jafnvel te, vinna meira, elda, horfa á sjónvarpið (frábær flatskjár frá besta pabba í heimi), bað og fara að sofa...og svo framvegis! 

vikingahatidogdavidogheida 065Brúðkaupið okkar, þessi yndislegi dagur, er að baki svo og brúðkaupsferðin til Ítaliu og hér bara rignir og rignir og rignir og rignir (Ísland stal sumrinu mínu!) - ekki laust við eilítið eftirbrúðkaupsþunglyndi eða brúðkaupsniðurtúr Blush sem aðeins þeir þekkja sem upplifað hafa svona ljúfan dag.

Ég er hins vegar alltaf svo jákvæð svo ég ríf mig uppúr þessum aumingjaskap með því að hugsa hvað ég er rosalega heppin - af hverju spyrjið þið...

1. Ég á svo góðan mann og það að ég á eftir að eyða ókominni framtíð með honum

2. Svo á ég líka svo svakalega skemmtilega fjölskyldu eins og sást best í brúðkaupsveislunni sjálfri...Mamma, pabbi, ATLI BESTI bróðir og Jónína, Siggi, Amma og Afi, Amma og Afi, Amma, frændur, frænkur, ræðuhöld, dans, fiðluspil, gullskór, grátur, hlátur, etc.

3. vinir mínir - alveg frábær....ferðuðust frá Ameríku, Hong Kong, Englandi, Svíþjóð til að fagna deginum með okkur. Á ræðuhöldunum að dæma mætti halda að fólki þætti vænt um okkur hjónin og að við höfum á einhvern hátt snert strengi hjá öllu þessu frábæra fólki.

Annars langaði mig bara að segja TAKK FYRIR OKKUR. Hlakka til að hitta ykkur öll núna í næstu viku, eða bara um jólin ef ekki vinnst tími. Knús úr RIGNINGUNNI á Englandi.


Hamingjusom svona nygift...

...skelli myndum inn thegar vefurinn er i studi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband