Heilbrigðiskerfið...

Ég er búin að eiga í smá baráttu við heilbrigðiskerfið í Bretlandi - og hef komist að þeirri niðurstöðu að það er sko ekkert að okkur David...það er kerfið sem er lasið!

Ég óska þess nú ekki oft þessa dagana að vera heima á Íslandi (no offence - efnahagurinn ekki beint aðlaðandi)...  Ég er nokkuð viss að það tekur ekki hátt í 2 ár að komast að hjá spítölunum í gegnum tryggingastofnun. Og vitiði hvað...við þurfum að byrja uppá nýtt vegna þess að gögnunum okkar hafa týnst í skriffinskunni hér (sem er augljóslega okkur að kenna) og vegna þess að við mættum ekki í tíma hjá ráðgjafa sem okkur hafi verið gefinn en enginn hafði fyrir að því að segja okkur frá (aftur alveg augljólega okkur að kenna!).

Allavega var ég hjá heimilslækninum áðan svo að hann geti vísað mér á sama sérfræðing og hann gerði fyrir 2 árum, svo við getum byrjað sama ferlið uppá nýtt....og hann sagði sjálfur "og svo furðar fólk sig á því af hverjum almenna heilbrigðiskerfið er peningalaust" og bætti við að hann hafi verið á fundi um daginn þar sem komu saman 3 læknar og 21 (já TUTTUGUOGEINN) deildarstjóri...eitthvað virðist kerfið hér vera öfugsnúið. Hvað finnst ykkurÞ!Þ

Óóó hvað ég vildi að Tryggingastofnun að ég gæti fengið stuðning frá Tryggingastofnun og þurfa þar að leiðandi ekki að standa í þessu stressi hérna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sæll, mega vesen!

Atli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband