Helgin...Chelsea, magadansmær og hjólreiðartúr!

Skellti mér niður í London í gær. Hitti Gunnu og Laufeyju í Camden þar sem skvísurnar voru á rölti og auðvitað á rándýrum verslunarleiðangri! Já, ég er bara ekki frá því að því sé nær að ég komi í verslunarleiðangur til Íslands...allavega er stór bjór ódýrari í Reykjavíkinni en í Lundúnaborg.

En sumt fær maður samt ekki í Reykjavík. Allavega efast ég um að ég myndi rekast á allt lið Chelsea tékka sig inná á Hótel Sögu líkt og ég sá þá tékka sig inn á White Room í gærkvöldi..ekki nema KR nái þeim mun betri árangri í Evrópu auðvitað!!!  Ég varð virkilega að taka á öllu sem ég átti að syngja ekki eins hátt og ég gat lag ólympíuleikanna 1992 - BARCELONA!! 

Fórum svo út að borða (án Chelsea liðsins) á stað sem heitir Lavanti...líbanskur veitingstaður með magadansmær að skemmta gestum. Held að David hafi nú ekkert verið neitt svakalega skemmt þegar Gunna og Laufey reyndu að fá eina dansmærina til að draga hann upp í dans. Okkur fannst þetta fyndið (ég fann soldið til með honum..bara svona því að ég er svo góð eiginkona).

Sól og blíða í dag. Rykið þurrkað af hjólunum og við hjónin fórum í hjólreiðatúr um bæinn. Nú er allavega komnir fararskjótar fyrir íslensku gestina ...þá má nefnilega hjóla á gangstéttinni! Allavega góð helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband