19.4.2009 | 17:59
Helgin bara búin..
...how did that happen.
Búin að eyða deginum í rólegheitum - svo miklum rólegheitum að ég gleymdi að búðin lokar klukkan 4 á sunnudögum og við því ekki með neitt í matinn í kvöld. Súpa og brauð verður bara að duga! Eyddi mest öllum deginum á sólstólnum fyrir framan húsið, í skjóli frá næðingnum og með bók við hönd. Er búin að eyða síðustu vikum í að lesa Twilight seríuna og orðin mikill áhugamanneskja um líf blóðsuga og varúlfa!
Fyrsta grill sumarsins í gær. Það var sko alveg ljúft, en varð samt að setja niður grundvallar reglur - bannað að grilla á hverjum degi (við grillum augljóslega ekki súpu) því maðurinn minn á það til að fara yfir strikið. Til að mynda í fyrra þá fékk ég nóg af grillmat í maí...þið getið því rétt ímyndað ykkur.
Nú er komið að heilsuátaki. Allt súkkulaði átakið hefur farið illa með meltingarkerfið og krónískir magaverkir farnir að fara í taugarnar á mér...hef sko litla sjálfstjórn þegar kemur að sælgæti. Ekkert betra en góð bók og svolítið nammi...eða hvað finnst ykkur!
Svo eru smá fréttir - ég er að koma í heimsókn í júní. David verður eftir heima að sjá um kisu litlu, vinna og taka til (ég lifi í draumaheimi) meðan ég nýt sólarinnar á Íslandi (hvað sagði ég, draumaheimi?!?).
Best að ég fari að elda súpuna - David farin í messu (mamma, ég er sko ekki alveg búin að eyðileggja hann!!) og ég ætla að hafa "matinn" til þegar þessi elska kemur heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.