Hversdagsleikinn - fyrir þá sem hafa áhuga...!

Ég er búin að vera alveg svakalega bissí síðustu vikurnar. Kom í helgarferð til Íslands helgina fyrir þessa síðustu til að vera viðstödd brúðkaup stórvinkonu minnar, Erlu Sylvíu og hennar ektamanns, Jónathans....og svo auðvitað var það alger bónus að fá að sjá handboltahetjurnar okkar vinna silfrið á ólympíuleikunum i Kína Tounge

Svo tók náttúrulega vinnan við í vikunni - það er búinn að vera einhver hægagangur í ráðningum hérna hjá bretanum. Ég get samt ekki beint kennt um nidurgangi í efnahagskerfinu því ég fór í IKEA í gær og bara aldrei séð aðra eins örtröð....og það var ekki útsala! Ég held ég kenni bara sumarfríum um og nú fer fólk að ráða aftur Wink

IKEA var bara alveg þess virði - keyptum þennan líka fína skáp undir heimabíoið. Helv billegur og passar svona líka vid IKEA "showhome" lúkkið sem við erum að reyna að skapa. Og eins og heimabíóskápur sé ekki nóg þá fengum við nýja borðið okkar og stólana afhenta í dag. Mamma og Siggi gáfu okkur þetta líka flotta eikarborð í brúðkaupsgjöf og nú er bara stórheimilið í WGC alveg að smella saman (alls ekki IKEA lúkk í eldhúsinu!). Búin að skella inn nokkrum myndum hérna til hliðar. Nei, þetta er ekki búið. Fórum í leikhús á laugardaginn var eftir að hafa eytt deginum í 30 gráðu hita í miðborg London (ljúft!). Sáum Les Miserables, en mér til ama var Michael nokkur Ball ekki í sýningunni, en sýningin var samt gríðarlega vegleg. Annars er bara ekkert að frétta hér frá UK. Vonandi heyri ég í ykkur fljótlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband