Minning um góða konu...

LosÞá er baráttunni hennar Lorraine lokið - ekki stóð bardaginn lengi yfir og þó barðist hún hetjulega við þessa vá sem krabbameinið er. Fyrir rétt rúmum þremur mánuðum var vinkona mín, yfirmaður og lærimóðir greind með krabbamein í lungum sem dreifðst hafði útí eitlakerfið. Hún hafði svosem ekki kennt sér mein, annað en kannski bara svolítið orkuleysi og slen - en hún hélt ótrauð áfram án þess að hugsa mikið um ástæðunar fyrir þessari þreytu.

Lorraine var með eindæmum orkumikil, lífleg og uppátækjasöm kona. Hver sá sem einhvern tíman hitti hana varð af henni snortinn - og uppátækin þykja minnistæð. Hvort sem það var í afmælinum hjá honum David þar sem hún tók uppá því að herma eftir Marilyn Monroe og færði borðstofuborðið til svo hægt væri að dansa almennilega í húsinu, eða þegar við fórum á milli hótelherbergja samstarfsfélaga okkar og sungum lög úr barnæsku af lífi og sál - Lorraine var alltaf hrókur alls fagnaðar.

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að kveðja vinkonu mína svona langt fyrir aldur fram - að hún verði ekki við brúðkaupið okkar Davids í júlí, að hún drífi mig áfram þegar vinnan er að ná tökum á mér, segji mér að vera góð við David og skipa honum að vera góðum við mig, að geta ekki sms-að henni yfir American Idol og sest í létt spjall með hvítvínsglas við hönd. Lífið er stundum ekki sanngjarnt, en maður maður víst að taka því öllu saman...hvort sem good, bad or the ugly!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innilegustu samúdarkvedjur til tín og tinna.

Kv.frá danmörku

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 12:07

2 identicon

:( En leiðinlegt, samúðarkveðjur frá okkur Jónínu.

Atli og Jónína (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 19:10

3 identicon

Samhryggist þér elsku vinkona. Knúsa þig þegar ég sé þig.

Kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband