6.6.2008 | 09:43
Fjórar vikur - and counting!
Nú snýst lífið algerlega um brúðkaupið, enda rétt rúmar 4 vikur til stefnu og allt á fullu í undirbúningi.
Byrjaði á gestabókinni í gær, enda dálítið föndur og púsl að koma henni saman. Spurði David í gær hvort við ættum að skella eins einni barnamynd af hvoru okkar inní bókina - en bætti við að það gæti verið svolítið skrítið þar sem hans mynd myndi vera svarthvít og mín í lit!!! Honum fannst þetta ekki fyndið!
Svo er bara að skella sér uppí Cambridge á morgun og versla smá fyrir brúðkaupsferðina (veit ekki ennþá hvert ég er að fara, svo best að ég kaupi stuttbuxur og skíðagalla!)
Anyway - farin ad vinna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.