Þá fer að koma að því...

InLove Nú eru bara rétt tæpar 6 vikur í brúðkaupið og alveg heill hellingur sem á eftir að ákveða, framkvæma og almennt bara pæla í. Ég er nefnilega á fullu í lærdómi undir próf, og það er ekki fyrr en að því loknu sem ég get eitthvað almennilega hellt mér í það að taka ákvarðanir...

 Hins vegar erum við búin að setja upp gjafalista á www.johnlewis.co.uk, og erum brúðhjón númer 317576 hvorki meira né minna! Við ætlumst nú ekkert sérstaklega til þess að þið heima á klakanum falist eftir að kaupa eitthvað að þessum lista, en hann ætti nú að gefa ykkur einhverja hugmyndir... annað sem vekur gríðarlegan áhuga er glerverk hjá Galleri Lind, ýmislegt hjá Gallerí List og svo er Skólavörðustígurinn alltaf skemmtilegur...knús og kossar svo ávalt velkomnir Grin

Anyway, eins og maðurinn sagði, þá ætla ég að skella mér í bækurnar aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband