12.4.2008 | 11:42
Bensínverð...
Ég geri mér grein fyrir því að bensínverð hefur hækkað í kjölfar falls krónunnar - þó svo að fall krónunnar sé engan vegin útskýringin á hækkandi verði þar sem það bensín sem er í tönkunum heima var keypt á betra gengi. Ég skil sumpart mótmæli atvinnubílstjóra, enda er bensín dýrt. Hins vegar hefur enginn haft fyrir því að benda á bensínverð á Íslandi er alls ekki hærra til dæmis á Bretlandi, og þar ferðasta fólk jafnan lengri vegalengdir til og frá vinnu. Lítri af bensíni á Bretlandi ér í kringum 151 krónur.
Íslendingar ættu kannski að stoppa svona einu sinni til að átta sig á því að lífið er kannski ekki svo slæmt og að aðstæður gætu verið verri!
Athugasemdir
blabla.. eigum við að fara að benda á börnin í afríku sem fá ekki að borða?
Spurningin er bara afhverju hækkar bensínið þegar krónan fellur en á meðan hún styrktist og styrktist þá lækkaði það bara ekki neitt heldur hækkaði bara líka.. Það er eitthvað sem gengur ekki upp í þessu reikningsdæmi, bara hræsnarar!
Atli (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:19
Gengi krónunnar hefur ekkert að segja í þessu máli, en hvað getur meðalmanneskja keypt marga mjólkurlítra í Englandi fyrir tímakaupið sitt, hvað getur meðalmanneskja á Íslandi keypt marga mjólkurlítra......þá skulum við fara að tala um bensínverðið og ekki fyrr! Laun á Íslandi hafa hingað til ekki sprengt alla skalla, líklega ekki í Englandi heldur.....en er ekki einhver munur, Englendingum í vil?
gunnar theodórsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:58
Eg er a laegri launum her i UK en eg fengi fyrir sama starf a Islandi.... en thad er alveg satt kaupmattur hverrar kronu er liklega haerri her almennt sed.
Hins vegar er kostnadur vid ad reka bil, eda ferdast med almenningssamgonum haerri a Bretlandi - thad eitt ad taka lest nidur i London, sem er 30 minutna ferdalag kostar yfir 2000 kr! Og verd bensins er nu komid i 155 kr!
Heida (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.