Bláar fréttir

Ef maður hefur ekkert fallegt að segja þá á maður kannski bara að segja ekki neitt?!?

Góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að fá enn eina stöðuhækkunina - þá fjórðu á jafnmörgum árum. Mér hefur nú verið falið að reka skrifstofuna í St Albans, og þá ábyrg fyrir kostnaði og tekjum rekstursins. Fékk einmitt að heyra að við höfðum eytt 500 pundum í klósettpappír á síðasta ári - hér verða nú breytingar á og ég læt bara fólkið koma með sinn eigin pappír...strax byrjuð að spara! Nei, svona í alvöru þá er ég ábyrg fyrir öllum rekstri og þar með talið eru kaup á klósettpappír Tounge.

Þessi stöðuhækkun var svosem á döfinni - en kom fyrr en áætlað hafi verið vegna veikinda Lorraine, og er því svona heldur "Bitter Sweet". Lorraine er semsagt einn eiganda fyrirtækisins og sú sem hefur rekið St Albans skrifstofuna síðustu 4 árin, og í raun verið mér einskonar "role model". Lorraine er bara 42 ára og var greind með krabbamein fyrir rúmum 2 vikum. Núna í síðustu viku breyttu læknarnir fyrri sjúkdómsgreiningu og staðfestu krabbamein í lungum. Vikan hefur því verið erfið fyrir St Albans tímið - og verð ég að viðurkenna að mér þykir ekkert sérlega skemmtilegt að vera endalaust að færa starfsfólkinu "mínu" slæmar fréttir! Such is life segja þeir.

Jæja, er búin að þrífa húsið í dag, tékka á því hvað fótboltaskórnir kosta fyrir Atla bróðir og tékka á verðmuninum á Dell fartölvu...og bara ykkur að segja þá kostar sama tölvan sem kostar 190.000 á Íslandi rétt um 80.000 hérna - ég læt ykkur um reikninginn!

Fréttaflutningur héðan frá bretaveldi verið eitthvað svolitið "blár" svona undanfarið og þegar maður heldur að hlutirnir geti ekki versnað þá einmitt versna þeir...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur allt að fara að batna, sumarið að koma.. ;)

Atli (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband