Russibani...

Dugnaðurinn í heimilishaldi er gríðarlegur hérna á Chambers Grove! Erum búin að búa í húsinu í rúmar 6 vikur og þegar búin að mála svefnherbergið og skrifstofuna í ljúfum möndlu og ólívutónum Wink, enda erum við (ég) jarðbundin í meira lagi. Þetta er semsagt allt að koma - þó svo að ég sé nú ekki alveg sátt við "Feng Sui-ið" í skrifstofunni...finn út úr því.

Annars eru síðustu 2 vikur búnar að vera svona upp og ofan. Erla vinkona að standa sig eins og hetja í sinni baráttu úti í Houston, og bara farin að blogga sjálf rúmri viku eftir aðgerðina - alveg hreint frábært að fylgjast með þessari kjarnakonu. Og svo kom niðursveiflan - Lorraine, yfirmaðurinn minn og, eins og mamma kallar hana, "enska mamman mín" var greind með krabbamein í ónæmiskefinu núna í vikunni - og hún því að hefja sína þrautargöngu. Lífið sem sagt ekki auðvelt!

Við erum samt hress og kát...bara að bíða eftir vorinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rússíbani er skrítið orð!

Er það eitthvað tengt rússneskum leigumorðingja? eða kannski rússneskur banani? Kannski rúsínubanani?

 Leiðilegt samt að heyra með hana Lorraine, vonandi gengur allt upp hjá henni :(

kveðja frá íslandi!

Atli Viðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband