26.2.2008 | 21:54
Febrúar...
Þessi stutti mánuður er búinn að vera alveg þvílíkt langur!
Við kisa sitjum hérna við tölvuna að reyna að átta okkur á hvað okkur hefur eiginlega orðið úr verki og einhvern vegin finnst okkur það vera harla lítið. Erum búnar að átta okkur á nýja húsinu og fara í nokkrar blóðprufur, annars hefur bara lítið farið fyrir lífi hér í UK. Er búin að vera á leiðinni í að stytta gardínurnar í um það bil 4 vikur, og sé ekki fram á að það gerist neitt í bráð. Ætlum líka að fara að mála, en það er eins með það og gardínurnar - er einfaldlega ekki að gera útaf við mig af spenningi!
Brúðkaupsundirbúningur hins vegar farinn á fullt. Fékk mynd af kjólnum í vikunni, mamma að sækja hringana á morgunn og kortin alveg að vera tilbúin (ég gerði semsagt eitthvað í febrúar). Auglýsi hér með eftir fjólubláum brúðarmeyjar-marengs-kjól fyrir Rakel frænku.
Hún Erla vinkona kom fram Kastljósinu í síðustu viku og sagði frá baráttu sinni við PMP, sjaldgæfan krabbameinstengan sjúkdóm sem hún var greind með stuttu fyrir jól. Hún er nú komin alla leiðina til Houston þar sem þessi hetja mun gangast undir MOAO á föstudaginn og svo hefja strembið bataferli. Endilega kíkið inná síðunna hennar, www.erlasylvia.com, sendið henni og litlu fjölskyldunni hennar baráttukveðjur og ef þið eigið auka aur endilega punktið niður númerið á stryktarreikningum þeirra og leggið inn við tækifæri.
Nágrannarnir líka búnir að fyrirgefa okkur tómatsúpuna...svo allt að koma saman með hækkandi sól. Sumarið má alveg fara að koma!
Athugasemdir
það er náttúrulega hlaupár og munar ótrúlega mikið um þennan aukadag í febrúar. Mér hefur alltaf fundist febrúar með leiðinlegri mánuðum ársins, það eina góða við hann er að hann er styttri í annan endann :)
kris (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.