11.2.2008 | 21:14
Heima er heima!
Þá erum við að verða búin að koma okkur fyrir - tekið rúmar tvær vikur, og eftir viðburðaríka og rándýra ferð í IKEA (bílinn bilaði) þá erum við loksins búin að koma "skrifstofunni" í stand (ó já við erum með skrifstofu) og allt er svona nokkurn vegin smollið. Þurfum að vísu að mála flest, og myndirnar eru enn á víð og dreif um húsið þar sem fæstar theirra hafa fundið fastan samastað - en húsið lítur út eins og heimili...sem er bara ágætis afrek. Þau ykkar sem hafa heimsótt okkur hérna í UK - þetta er ekki orðið alveg eins fínt og gamla húsið - en munurinn er sá að við eigum þetta og þurfum því að gera allt sjálf!
Annars gengu flutningarir bara vel. Við unnum hörðum höndum við að flytja dótið yfir fá föstudagskvöldinu eftir vinnu og mest allur laugadagurinn fór eins í það að keyra fram og til baka frá St Albans til Welwyn Garden City (ekkert smá nafn). David náði að vingast við nágrannana með því að keyra yfir (óvart) dós með tómatsúpu sem sprakk svona líka skemmtilega yfir nýju nágrannanna!!! Strákarnir sem hjálpuðu okkur að flytja gerðu illt verra með því að engjast um að hlátri með tilheyrandi handapati og óhljóðum...og David var fjólublár af skömm! "Welcome to our neighboorhood" partí er líklega ekki á döfinni hér!
Nýja heimilisfangið er 1 Chambers Grove, Welwyn Garden City, AL7 4FG. Hripið þetta niður fyrir jólakortin í ár - en það er eini tími ársins sem íslendingar senda kort, og þá ekki einu sinni alltaf!
Anyway - farin að búa til súpu...viti menn, tómatsúpu!!
Athugasemdir
Yndislegt
Þið verðið fljót að gera húsið að ykkar.
Svo er bara að fá sem flesta i gestaherbergið og láta þá vinna fyrir gistingunni með að taka til höndunum og mála vegg eða tvo eða hvað það nú þarf að gera.
Knús mams
mams (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:12
Til hamingju með nýja húsið, nú er bara að drífa sig út til ykkar og fá að skoða!
Og mundu bara að fall er fararheill (varðandi nágrannana)
Bið að heilsa David
Laufey
Laufey (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:56
HAHAHAHA en týpískur David, en til þess að hressa hann við máttu segja honum að mér tókst einu sinni í Grundarhúsunum að bakka yfir ALLA pokana sem við vorum að koma með úr Bónus. Þá sprakk sko miklu meira en bara ein súpudós, við erum að tala um 6 lítra af mjólk, eggjabakka, 3 dollur af kjötfarsi og listinn er endalaus. Ég þurfti að fara með bílinn á þvottastöð, hann var allur í mat og ógeði + við áttu engan mat því ég var búin að eyðileggja hann! Hahahaha. já og það voru 2 mjög sætir strákar að horfa á
En allavega innilega til hamingju með nýja húsið. Ég hlakka mikið til að koma í heimsókn, en ekki jafn mikið og ég hlakka til í sumar!!
Ég fann ekki fjólublánn marens kjól en ég fann hins vegar mjög púffí, marens dökk laxableikann brúðarmeyjarkjól, er það í lagi? Kær kveðja frá Hamravík og láttu mig vita ef þú hefur einhver brúðkaupsverkefni handa mér. Sama hvað það er. Ég ELSKA brúðkaup!!
Rakel frænka (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.