Tíminn Flýgur!

Heida litlaÉg man þegar ég var lítil þá sagði fullorðna fólkið alltaf að tíminn liði svo hratt og mér fannst fólkið bara vera að rugla eitthvað. Það var alltaf langt til jólanna, nema á aðfangadag! Það var alltaf langt í afmælið mitt, nema á afmælisdaginn sjálfan. Og sama átti við um 17. júní! Núna hinsvegar verð ég að viðurkenna að fullorðna fólkið hefur alls ekki rangt fyrir sér...mér finnst jólin nýliðin og ég þarf samt að fara að huga að jólagjafainnkaupum. Ég náði fertugsaldrinum án þess að ég nái að blikka augunum. En 17. júní klikkar svolítið - það er alltaf langt í 17. júni þegar maður býr í útlöndum!

Það sem ég er að reyna að segja er að tíminn gjörsamlega flýgur frá mér án þess að  ég taki eftir einu né neinu!

Viðburðarrík helgi að baki. Við fórum út með vinnufélögum Davids á föstudagskvöldið. Þar voru margir misskemmtilegir einstaklingar svona eins og gengur og gerist...þó virðist það bera svona meira á misskemmtilegum einstaklingum þegar fólk tekur sig sjálfan sig svona líka svakalega alvarlega. Þarna var líka litli þykistunni lögfræðingurinn sem lítur út fyrir að vera svona circa 12 ára og er augljóslega með of mikið af kvenhormónum (án þess þó að hann sé eitthvað að viðurkenna það). Ég er semsagt ekki alveg sannfærð um að ég myndi vilja að hann færi með mitt mál fyrir rétt - meina hann lítur út fyrir að geta verið sonur minn!!

Fórum svo á flugeldasýningu á laugardagskvöldið - og allir voru svakalega hrifnir af sýningunni! Alveg augljóst að þau hafa ekki eytt gamlárskvöldi á Íslandi - bara prump á okkar mælikvarða!

Fórum svo á bíó á sunnudaginn og það var ekkert prump. Mæli eindregið með ævintýramyndinni Stardust, enda væri ég alveg til í að vera stjarna í galdraheimi Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff já tíminn flýgur...

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband