27.10.2007 | 12:13
Ammæli
Drengurinn átti afmæli í gær og ekki annað að sjá en að hann hafi verið ánægður með 21 árs (+ 20) afmælisdaginn David hefur aldrei verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að halda uppá þennan dag, af ýmsum mis-skemmtilegum ástæðum, en þar sem ég er á því að maður eigi að halda uppá sem mest þá hafa orðið breytingar á þessu hjá herra Winnie.
Hann fékk pakkana sína og kortin í morgunsárið - bretar eru nefnilega á því að kort séu persónulegri en gjafir...hvað er að!?! Svo var vinnudagurinn framundan, og hafði ég keypt kökur fyrir vinnufélagana (já, hafði ekki tíma til að baka!) sem féllu í góðan farveg. Ég eldaði svo fyrir manninn um kvöldið og var búin að hafa samband við stákana úr boltanum og mæla okkur mót við þá á pöbbnum án þess að David vissi af því - svona er maður mikil elska.
Allavega góður dagur í alla staði - David svona eins og gott vín, verður bara betri með árunum!! haha
Athugasemdir
Til hamingju með daginn gamli!!!!!
:D
Atli (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.