15.10.2007 | 20:17
Ýmislegt...
Við skötuhjúin erum dálítið stressuð þessa dagana - en það lýsir sér í höfuðverk, svefnleysi, hárlosi, pirringi og svolitlu orkuleysi! Það er svosem okkur að kenna, enda erum við ekki að gera mikið í því að koma í veg fyrir stress....en það ekki allir sem setja sér það markmið að taka stórt lán og kaupa húsnæði þegar markaðurinn er heldur óstabíll, halda jól á Íslandi, gifta sig, byrja í nýju starfi sem hefur ekkert með fótbolta að gera og allt þetta á bara fáeinum mánuðum! Nei, við erum ekkert fyrir rólegheitin!
"Mr Winnie" gengur bara vel hjá SA Law. SA Law stendur fyrir St Albans Law sem að mínu mati er ekki alveg jafn "hipp og kúl" og LA Law - en hvað um það...David flottur í jakkafötunum á morgnanna, og hann fær borgað (sem ekki verður sagt yfir síðustu 6 árin sem námsmaður!!!!) En þó þetta sé ekki beint LA Law þá er víst best að benda Íslendingum á að SA Law veitir frábæra þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga, og mun ódýrara en gengur og gerist í London (smá plögg!)
Svo langar mig að óska Kristínu vinkonu til hamingju með doktorstitilinn. Doktor Kristín Ingvarsdóttir - erum ekkert lítið stoltar vinkonurnar
Nóg af mér og okkur. Hvað er að frétta af Íslandi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.