6.10.2007 | 16:42
Hús...
Við skoðuðum og gerðum tilboð í hús núna í morgunn! Tilboðinu hefur þegar verið tekið og ef allt gengur að óskum ættum við að flytja um miðjan janúar Við tókum ákvörðun um að flytja út St Albans þar sem ég hef búið í rúm 4 ár - enda verð á húsnæði hér ekki í samræmi við það sem fæst í bæunum í kringum okkur.
Húsið er yfir 3 hæðir (hurðin vinstra megin) og hefur 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, extra klósett, stofu, bílskúr, stórt eldhús og garð! Nóg pláss fyrir okkur David og köttinn! Setti myndir inní albúm hérna á síðunni fyrir alla að skoða
Welwyn Garden City er tæpa 15 km frá St Albans. Þaðan tekur okkur svipaðan tíma að komast niður til London með lest og það tekur frá St Albans, til Cambridge er aðeins 25 mínútna akstur svo og til St Albans aðeins 20 mínútur. Fallegur miðbær og góðir skólar (svona uppá framtíðina að gera!)
Nú er bara að vona að fjármálunum verði reddað með einu góðu húsnæðisláni.
Athugasemdir
innilega til hamingju heiða og david! mér sýnist húsið fallegt og smekklegt, alveg æðislegt :)
hilda (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:15
til lukku með húsið!
rosa flott!
Jónína (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:04
Takk fyrir thad skvisur! Jonina, hvenaer aetlid thid Atli svo ad kikja i heimsokn....i vor eda um paskana kannksi?? Hx
Heida (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 21:52
já er ekki stefnan á heimsókn bara í vor en þurfum víst að safna okkur pening fyrst, fátækir námsmenn hér á ferð! hehe..
Jónína (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.