Villiköttur...

KisulóraHér er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Þessi kisa var einu sinni villiköttur sem bjó útí garði. Hún sat eins og litla stúlkan með eldspýturnar utan við gluggan og horfði inní hlýjuna. Fólkið hafði það svo gott þarna inní í hlýjunni og hún átti bara eina eldspýtu eftir....David svo ljúfur að hann tók hana að sér - hann sem var búinn að segja mér að hann vildi ekki kött!!  Nú getur hann ekki setið í sófanum án þess að hafa kisu skinnið hjá sér, og það fyrsta sem hann gerir á morgnanna er að hleypa kisulóru inn í stofu.

Í nótt rigndi svona líka svakalega. Kisi leit út eins og drukknuð rotta - og ljúflingurinn hann maðurinn minn náði í handklæði þurrkaði kisa, setti hann í sófann og fór í vinnuna. Kisa aldrei verið sælli. Allt er gott sem endar vel InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað heitir kisinn?

Atli (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:23

2 identicon

Betty! Vid vorum ekki buin ad akveda nafn a hana thegar eg skrifadi faersluna. Hun er uti rigningunni nuna thar sem hun faer ekki ad vera inni thegar vid erum ekki heima  

Heida (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband