Heimsókn

Amman og pabbinnNú eru amma og pabbi farin heim eftir stutta heimsókn til Bretaveldis - Bretinn búinn að standa í snyrtilegum röðum fyrir utan Northern Rock, fimm manns dóu í umferðaslysi á M4, einn unglingur stunginn til bana í Suðurhluta London, einn hriðjuverkamaður setur í steinninn í Skotlandi, Tottenham tapaði og KR vann og örugglega heill heillingur af einhverri annarri vitleysu allt á einni helgi.

Ég vona bara að pabbinn og amman hafi skemmt sér vel. Kíktum á St Pauls fyrir ömmuna og röltum um í Covent Garden, The Strand, Trafalgar Square, Leicester Square og Piccadilly Circus á laugardaginn og Windsor á sunnudaginn - Beta drottning var heima Wink Allavega nutum við þess að hafa familíuna hér - verst að þið búið svona langt í burtu.

Annars eru fleirri fréttir - David er byrjaður í nýju vinnunni...loksins. David Winnie - Trainee Solicitor Police Fyrsti dagurinn í dag og ekki annað að sjá en að dagurinn hafi bara gengið vel, enda maðurinn þegar kominn uppí rúm. Segist vera þreyttur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband