16.8.2007 | 21:18
Home Sweet Home!
Þá er ég komin úr fríi - en búin að hafa alveg brjálað að gera síðan ég kom til baka og hvorki haft tíma né orku í að láta í mér heyra!!
Við höfðum það alveg svakalega gott á Íslandi og vorum bara svakalega kát með að eyða fyrstu vikunni í sumarbústaðnum í Grímsnesi í boði hennar ömmu - alls ekki amaleg þrítugs (tuttuguogeins árs) afmælisgjöf það Potturinn var alveg glimrandi fínn og vel notaður þrátt fyrir skorts á köldu vatni á svæðinu....svona án gríns þá brá mér næstum því eins mikið við að heyra þessar fréttir og þær að framið hafi verið morð á Sæbrautinni og það um miðjan dag, og engin vitni voru að atburðnum svo sagt sé frá! Svona er Ísland í dag...
Heyriði - svona fyrst ég er að tala um Ísland í dag þá langar mig að biðja landsmenn um að hægja á sér í umferðinni. Það áttu sér stað 3 banaslys á klakanum á þeim stutta tíma sem ég dvaldi þar og ég verð að viðurkenna að ég kom auga á margann níðinginn! Einn var mér helst minnisstæður TS 022, sem er silfurgrár Lexus byrjaði á því að kasta pepsí flösku útum gluggann, gaf svo í og tók handbremsubeygju í rigningunni til að smeygja sér milli tveggja bíla og taka framúr - og úrskurðurinn...algert erkifífl - þannig að ef þið þekkið TS 022 endilega látið hann vita.
En nóg um það. Ég átti svo afmæli þann 5.ágúst og ekki annað að segja að dagurinn hafi verið sá notalegasti. Fór í sund að vanda, í hádegismat með mum, dad, Atla bróður og skvísunni hans henni Jónínu og auðvitað mínum yndislega unnusta, svo var haldið beint í vöfluboð hjá mömmu (súperkona hún mamma) og svo útað borða um kvöldið! Sem sagt samúðarát allan daginn - enda ekki á hverjum degi sem maður nær fertugsaldri!
David, mamma og Siggi voru búin að plana afmælisveislu fyrir mig heima hjá Rúnu frænku og Gulla (hér er myndin af þér Rúna mín). Ekki annað að segja að ég hafi skemmt mér enda stauluðumst við heim um 5 leytið - David, mamma og ég svo að drepast úr þynnku daginn eftir og við David rétt drifum okkur í sund með góðvinum okkar Emmu,Bjark, Siggu Möggu og bumbubúanum - enda ekki á hverjum degi sem við hittum þau vestur-Íslendingana!
Anyway - takk fyrir að mæta og takk fyrir mig allir!
Það er svosem frá nógu öðru að segja - en ég heyri hroturnar innan úr herbergi og býst við að best sé að ég komi mér í rúmið hérna í útlandinu.
Athugasemdir
Hvernig er svo að vera komin heim í vinnu? Ekki súrt? Ég á bara 3 daga eftir! ;)
Svo fer ég á Ísafjörð í viku!
Atli (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 15:45
Skítleiðilegt! Fólk er líka fífl, búin að missa hálf milljón í sölu útaf því að fólk hagar sér eins og asnar....
Góða skemmtun á Ísó Var einmitt að horfa á ferðamálamynd um Ísland þar sem Ísafjörður var eitt stoppið og þeir sýndu ekki einu sinni mynd af bænum, bara firðinum sjálfum!! Stoppuðu ekki lengi við á vestfjörðum. Hx
Heida sys (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.