19.7.2007 | 17:13
Almenn leti…
Engar fréttir eru góðar fréttir! Ég er búin að vera að vinna eins og vitleysingur, enda sumarið búið að vera týnt og ég ekkert þurft að flýta mér heim í grill !!
Skelltum okkur til Liverpool um helgina. Þessi helgi er búin að vera á kortinu í þó nokkurn tíma og við þurft að búa okkur undir það andlega að eyða helginni með tveimur barna fjölskyldum. Þeim þótti það öllum helv... skemmtilegt að sjá okkur drattast fram úr rúminu á sunnudagsmorgni og ekki fá að njóta þess að vakna í friði, lesa blöðin og drekka kaffi. Við lifðum þetta af. Nú er bara rúm vinnuvika þangað til að við komum í heimsókn á klakann og ekki seinna vænna. Hlakka til að komast í bústaðinn í Grímsnesinu og slaka bara á pottur og grill er dagsskipunin!
Jæja, best að klára daginn! Laufey og Benni að koma í heimsókn í kvöld og er ekki enn búin að þrífa húsið!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.