4.7.2007 | 19:28
Þykistunni skyr...
Það var bara léttur matur hjá okkur hér í St Albans í kvöld. Nefnilega búið að rigna svo mikið síðustu vikurnar, eins og margoft hefur komið fram í þessu bloggi mínu, að ég var hreinlega ekki í stuði fyrir einhverja eldamennsku og hrærði bara uppí þykistunni skyr með jarðaberjum og bönunum! Er alls ekki kát með að vera að borða eitthvað gerviskyr...en svona verður maður að gera í útlöndum. Það er samt alveg sama hversu oft maður kallar feitulitlu grísku jógúrtina skyr - hún breytist ekki í yndislega þykkt og gott íslenskt skyr!!!
Ennþá rigning. Þeir segja að það eigi að birta til á laugardaginn - þó megi búast með meiri rigningu!!! Hlakka bara til að koma heim til Íslands til að sóla mig aðeins
Athugasemdir
Hahahaha... aumingja Heiða mín. Ég skal sko færa þér skyr í kílóa (eða lítra??) tali þegar við komum yfir. Úff ég get ekki beðið eftir að koma í heimsókn, 6 vikur og 4 dagar þar til að ég kemst til elsku London og elsku Heiðu :) og elsku Boots, er hægt að kaupa Crest White stripes í Englandi?
Bið kærlega að heilsa David og segðu honum að ég vil að hann sæki okkur í limmu á flugvöllinn og það sé eins gott að það liggi rauður dregill upp að húsinu ykkar þegar ég kem!!
Stubba knús.. Rakel frænka
Rakel (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 11:07
Bannad ad tala illa um rigningu vid mig! Thid vitid ekki hvad rigning er!! Urga!
Atli (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 12:21
Þygg skyrið með þökkum...og er hætt að tala um rigningu, enda sólin búin að skína í 3 daga í röð!!!!!!
Heiða (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:17
Gott þú fékkst loksins Sól. Var farin að hafa áhyggjur af því að ég þyrfti að koma yfir. Ekki það að ég hefði ekki verið til. Bara ekki viss um að Eyrún Birna hefði fílað það.
Sólin (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 14:12
Takk Ásta mín. Hún Eyrún Birna verður stórborgardama...kannski bara ekki alveg tilbúin á það núna strax Hlakka til að sjá ykkur báðar fljótlega Hx
Heida (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.