Rigning!

Hér er búið að rigna alla helgina að mér finnst - sólin læt kannski eitthvað aðeins á sér kræla í gær, en bara svona rétt milli skúranna! Handklæðin sem eru búin að hanga útá snúru síðan um miðja síðustu viku eru orðin alla svakalega súr og fara beint í vélina aftur þegar ég fæ mig til þess að ná í þau.

Er búin að vera í eldhúsinu í allan dag. David er að fara í próf á morgunn og ég er að gera mitt besta til þess að vera ekki fyrir - eldhúsið er góður felustaður, ólíklegt að hann komi þangað nema til að ná sér í eitthvað að borða Grin Bakaði þessa líka góðu súkkulaðiköku með jarðaberjasultu á milli og súkkulaðikremi ofan á og nú er heimalöguð grænmetissúpa að malla - maðurinn getur alls ekki kvartað yfir því að ég sjái ekki vel um hann Halo það er helst að hann kvarti þegar hann stígur á vigtina blessaður.

Annars er hann alger engill og ég er farin að hlakka til að fá hinn raunverulega David til baka eftir þessa síðustu próftörn.... það er varla að ég trúi því, en náminu er endanlega lokið eftir tæpar 2 vikur W00t og svo komum við heim til Íslands bráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær komiði til Íslands??? Og hvað ætliði að vera lengi??

Sólin (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:15

2 identicon

Vid komum heim thann 28. juli og erum heima fram til 12. agust. Aetlum i sumarbustad fyrstu vikuna, og langadi ad bjoda ykkur, litla kruttinu ykkar, Salo, Gunna, Kristbjorgu Astu, Hildi, Omari og Joni Inga yfir eitt kvoldid (eda daginn) i vikunni i grill...thar er ef allt gekk vel hja ther og snullan er farin ad fara utur husi....erum nefnilega bara rett vid laugavatn  Knus, Hx

Heida (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband