2.6.2007 | 20:17
USA I - Brúðkaupið
Nú erum við komin heim. Komum reyndar heim um hádegisbilið í gær, en flugþreytan náði yfirhöndinni og við sváfum mest allan daginn. Skelltum svo í okkur eins og einni Melatonin um eitt leytið í nótt og sváfum eins og ungabörn fram undir morgunn...og erum bara drullu hress í dag!
Áttum alveg frábæra ferð til USA, þar sem hápunturinn var að vera viðstödd brúðkaup einnar traustustu vinkonu minnar, Kristínar Ingvarsdóttur og Angel Rivera (sem eins og þið eflaust getið ykkur til er ekki Íslendingur...við vinkonurnar erum ekkert í þessu íslenskt já takk dæmi!) Dagurinn var með eindæmum fallegur sólin skein og ekki ský á himni, helst að það væri heldur heitt var fyrir okkur Norður-Evrópubúana. Brúðurin var alveg gullfalleg og ekki laust við að við vinkonurnar sem höfðum ferðast til USA felldum tár líkt og tilvonandi eiginmaðurinn sem ekki gat haldið aftur tárunum yfir fegurð konunnar sem hann var að fara að játast.
Veislan var sko ekki síður skemmtileg. Þar var dansað salsa frameftir kvöldi, enda latino blóð í æðum flestra sem þarna vorum saman komnir. Strákarnir (Ómar og David) reyndu fyrir sér á gólfinu með misjöfnum árangri. Þegar leið á kvöldið bað brúðurin um óskalag NÍNA og dönsuðum við vinkonuarnar saman og sungum af hjartans list...þetta er orðin einhvers konar brúðkaupshefð. Plötusnúðurinn tók sig svo til og skellti nokkrum velvöldum Sálar lögum á fóninn við mikinn fögnuð ALLRA brúðkaupsgesta...salsatakturinn bara laðaður að íslenska poppinu.
Elsku Kristín mín og Angel enn og aftur til hamingju og takk fyrir að hafa tekið okkur David opnum örmum og séð um okkur meðan við vorum hjá ykkur...og fyrir að hafa skröllst yfir til New York til að eyða kvöldinu með okkur.
Á mánudeginum fórum við svo yfir til New York (blog USA II)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.