Heimspeki á minn hátt...

Ég rakst a tvö orðatiltæki í dag sem fengu mig til þess að hugsa.  

Annars vegar var það "If you're going through hell...just walk faster!!!"sem í raun er logískt, en þegar maður er fastur í einhverjum pyttinum þá er stundum erfitt að koma sér til þess að horfa fram á veginn og skapa sér ný tækifæri.

Hins vegar var það "I walked down the street and I cried because I had no shoes, then I saw a man with no feet" sem enn og aftur er að benda manni á að það er alltaf einhver sem hefur það verr en maður sjálfur. Carpe Diem eins og maðurinn sagði - ekki annað að gera en að hætta að vorkenna sjálfri sér, grípa þau tækifæri sem lífið hefur uppá að bjóða og sköpa það líf sem maður sækist eftir....og þá er ég ekki að tala um að fara að kaupa nýjan forstjórajeppa eða beinhvíta sófann sem þú sást en hefur í raun ekki efni á að kaupa!!!

Svona til að það sé ljóst þá er ég í góðum gír, ekkert að vorkenna sjálfri mér og bara almennt einstaklega hamingjusöm...en samt sem áður ekki yfir það hafin að hugsa svolítið þegar ég rekst á "lifandi" orðatiltæki. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

England hlýtur að vera lamað í dag fyrst Liverpool tapaði! Ég er það allavega!

Atli (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:53

2 identicon

Jamm þetta var frekar fúlt...skemmtilegri leikur en Chelsea v United þarna um helgina samt

Heida (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband