London - Barcelona - Sardinia - Barcelona - London

Þá er ég komin heim úr þessari líka skemmtilegu ferð! Kom reyndar heim á sunnudagskvöld, en er búin að vera að jafna mig síðustu daga. Jafnvægið semsagt eitthvað aumingjalegt þessa dagana Cool ...sjóveiki á föstu landi!!!

Flugum semsagt til Barcelona á fimmtudaginn og fórum þar beint um borð á VoSkipiðyager of the Seas. Get ekki með nokkru móti lýst þeirri upplifun að koma um borð í svona stórt skip - en líkt og sönnum Íslending hæfir nýtti maður hverja stund til hins ítrasta (ekki síst þar sem ferðin var í boði fyrirtækisins og allt upphald þar að leiðandi fyrirfram greitt..). Við létum það vera að fara að sofa á föstudagskvöldið og mættum bara beint í morgunmat á laugardagsmorgninum - var bara hin hressasta og ekkert hæft í því að maður missi úthaldið þegar maður nálgast svona óðfluga þrítugsafmælið Happy Sofnaði hins vegar í sólinni í eftirmiðdaginn og varð svona líka skemmtilega humars-rauð um kvöldið - alltaf er maður landi og þjóð til sóma Wink

Drag

Það skemmtilegasta var að þarna hitti maður allskonar fólk hvaðanæva af úr heiminum og starfsfólkið alveg einstaklega hjálpsamt...ekki laust við að maður finni fyrir smá USA keim þarna Smile Mæli hiklaust með svona ör-siglingu, og verð að viðurkenna að ég myndi hiklaust láta sjá mig um borð aftur...þó að "skipstjórinn" hafi verið miður afrýnilegur og gengið um buxnalaus(haha!!). Svona án gríns þá myndi ég skella mér aftur, en þá með David með mér...skemmtilegra að upplifa svona ferðalög með sínum heittelskaða Blush

Vistaði nokkar myndir í myndaalbúminu hér til hliðar...sendi svo fleirri heim a CD.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband