18.4.2007 | 09:45
Alþjóðahús
Umræðan um loftlagsbreytingar hefur verið stöðug hér í Bretlandi og mikið rætt um koltvísýrings fótsporið (e. Carbon Footprint). Við búum í tvíbýli og alls búa 4 fullorðnir í húsinu - ég íslendingurinn og David skotinn öðrum megin, og svo nágrannar okkar frakkinn og ameríkaninn með ástralska passann hinum megin! Öll notum við aðeins of mikið vatn, gleymum að slökkva ljósin, leyfum sjónvarpinu að vera a stand-by yfir nótt, höfum hitann á lengur en við þurfum, keyrum í vinnuna í sitthvoru lagi, förum ekki með glerin í endurvinnsluna og eigum það svo til að fljúga fram og til baka til Íslands, Skotlands, USA og Frakklands - fyrir utan sumarleyfin ár hvert!
Eftir því sem heimurinn verður minni þá er einhvern vegin erfiðara að vera "umhverfisvænn" og ekki laust við að við í húsinu höfum svolítið samviskubit yfir því að ferðast heim nokkrum sinnum ár hvert og skilja eftir okkur stærra spor en svo margir aðrir.
Nú er bara að taka sér tak og reyna okkar besta að gerast græn í alþjóðahúsinu í St Albans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.