17.4.2007 | 15:44
Garðar Thor í UK
Vaknaði í morgunn, lagaði kaffi og kveikti á sjónvarpinu eins og týpiskur breti - ekki hægt að missa af helsta slúðrinu áður en haldið er í vinnuna! Heldur betur birti yfir mér þegar ég sá auglýsinguna um nýjustu "útflutningsafurð" Íslendinga, Garðar Thor Cortes, og hvar best er að nálgast geisladiskinn hans - og ekki laust við að maður fylltist þjóðarstollti
Kom svo í vinnuna og var auglýsingin altöluð þar - enda er ég nú búin að vera reyna að kúltivera liðið hér og fá þau með mér á tónleikana hans Garðars í September! Kannski að ég ætti að fara að sækja um laun frá ferðamannaráði .... nóg "selur" maður landið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.