Fréttir úr útlandinu...

Ætli það sé ekki kominn tími á fréttapakka úr bretaveldi!  

Vorið er loksins komið og ég farin að telja niður dagana í fæðingarorlof. Síðasti dagurinn í vinnunni verður einhvern tíman í endan a maí eða byrjun júni – en það fer allt eftir því hvernig málin þróast hér a skrifstofunni. Nýjasta nýtt er að þeir geta ekki haldið fyrirtækinu opnu án mín og get ég því búist við uppsagnarbréfi á næstu vikum – já, trúi því þeir sem vilja, en ég er ómissandi! Það vill nú svo skemmtilega til að uppsagnarfrestur á Bretlandi er 4 vikur og smellur akkúrat saman við fæðingarorlofið...kemur ekki á óvart svona miðað við almennan framgang yfirmanna!  

Ég er semsagt að gera mest lítið í heila 8 tíma á dag – svo öll verkefni væru vel þegin. Ég ætti kannski bara að taka með mér prjónadót og skella einhverju saman á litla kút sem er væntanlegur í heiminn eftir tæpar 9 vikur.  

Ég er aðeins farin að þreytast og líkaminn farinn að hægja á sér. Varla að maður geti snúið sér í rúminu án vandkvæða, hvað þá komið sér uppá þriðju án þess að vera móður og másandi – þriggja hæða hús var góð hugmynd á sínum tíma!  

David vinnur og vinnur. Varla að ég sjái hann fyrir 8:30 og ég fæ nú þann heiður að keyra manninn og sækja hann á lestarstöðina kvölds og morgna. Nýja starfið viðist ganga vel og vonandi fær hann fastráðningu í endann á maí. Endalausir fundir í Glasgow, Birmingham og London – þessi fótbolti hérna er eins og skoska mafían. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu öllu saman, enda þessi elska bæði með lögmanns og umboðsmanns réttindi.  

Allavega – lítið annað að frétta. Farin að leita að garni á netinu!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband