Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2007 | 15:46
Konur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 20:05
Leti...
Já, ég er búin að vera eitthvað löt við fréttaflutning úr Bretaveldi. Afsökunin er sú að ég er ekki búin að gera neitt að viti né lesið nein blöð og því haft voða lítið að segja!
Er líka búin að vera að vinna svona heldur mikið og ekki getað notið veðurblíðunnar....hef fekar verið að blóta veðrinu þar sem við erum ekki með loftkælingu á skrifstofunni. Um 4 leytið í eftirmiðdaginn er rakastigið orðið svo svakalegt að finnar yrðu kátir með að halda evrópumótið í sánusetu þar.
Talandi um veðrið (þar sem ég hef mest lítið annað að segja) horfði á fréttir frá Íslandi í liðinni viku og gat ekki annað en skellt uppúr við að sjá að bikiníin hafa verið tekin fram til notkunar í sólinni og 14 gráðunum! Einhvern tíman hefði ég sjálf látið mig hafa það að skella mér í bikiníið - en ekki lengur.
Annars erum við á leið til Skotlands í fyrramálið. Ég má víst búast við karlmönnum í pilsum, enda erum við að fara að vera viðstödd brúðkaup. Brúðguminn að fara að gifta sig í annað skiptið - og lýst mér vel á frúnna hans, enda tölfræðilega ólíklegra að þeir klúðri málunum í annað sinn. Svona er maður alltaf jákvæður, enda veðjaði ég á notaðan mann hahah
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 17:52
USA II - New York
Áður en ég sný mér að New York. Angel hafði skipulagt óvænta uppákomu fyrir verðandi eiginkonu sína á brúðkaupsdaginn og 5 mínútum áður en hún átti að ganga niður altarið bað hann okkur vinkonurnar að láta hana vita að hann hafði aðeins breytt dagskránni!!! Þessi líka rómantíski maður hafði bætt inní einu lagi og þegar Kristín birtist í gættinni ómaði úr hátölurunum "Here comes the Sun" með Bítlunum. Þvílíkt sætt!!
Allavega, við mættum í borgina sem aldrei sefur á mánudaginn. Sólin skein og rakastigið var alveg þolanlegt, sér í lagi þar sem fréttir höfðu borist héðan úr UK að rignt hafði all svakalega meðan við vorum í burtu Við ákváðum að taka bara túristann á þetta með Hildi og Ómari og stukkum um borð á ferðamannastrætónum. Í tveggja tíma rúnti um Manhattan áttuðum við okkur á því hvernig borgin lá og hvernig við best gætum forðast það að týnast á næstu dögum...okkur David tókst nú samt að villast í Greenwich Village - sem er að vísu eini hluti borgarinnar sem ekki er i hnitakerfinu.
- Skelltum okkur upp í Empire State Building. Lyftan rauk uppá 80 hæð á nokkrum sekúndum og taldi í tugum. David leið heldur illa en lifði það af. Við tók önnur lyfta sem fór með okkur uppá 86. hæð þaðan sem við gátum dáðst að borginni. Skyggnið var mjög gott og við sáum yfir alla Manhattan, yfir í Jersey City á hinum bakka Hudson og yfir Austuránna. Tókum fullt af myndum og svimaði smá. Mæli með að fara í morgunsárið, því þá eru engar raðir.
- Fórum niður á Ground Zero, þar sem áður höfðu staðið tvíburaturnarnir. Þeir eru þegar hafnir vinnu á nýjum turni sem gnæfa á yfir New York. Ég var ánægð með kanann þarna. Staðurinn sjálfur svo mikilfenglegur að maður fær gæsahúð og tár í augun, og þarf því ekki annað en þennan litla minnisvarða sem þarna stendur.
- Húsið við hliðina á Ground Zero vakti athygli mína. Þeir eru enn að reyna að átta sig á því hvernig best er að rífa það. Byggingin eyðilagðist í sprengingunum, en það er svo mikið asbestos í því sem er náttúrulega algert eitur. Þeir eru enn að finna bein og líkamsparta utan á byggingunni
Farin í bíó...meira bráðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 20:17
USA I - Brúðkaupið
Nú erum við komin heim. Komum reyndar heim um hádegisbilið í gær, en flugþreytan náði yfirhöndinni og við sváfum mest allan daginn. Skelltum svo í okkur eins og einni Melatonin um eitt leytið í nótt og sváfum eins og ungabörn fram undir morgunn...og erum bara drullu hress í dag!
Áttum alveg frábæra ferð til USA, þar sem hápunturinn var að vera viðstödd brúðkaup einnar traustustu vinkonu minnar, Kristínar Ingvarsdóttur og Angel Rivera (sem eins og þið eflaust getið ykkur til er ekki Íslendingur...við vinkonurnar erum ekkert í þessu íslenskt já takk dæmi!) Dagurinn var með eindæmum fallegur sólin skein og ekki ský á himni, helst að það væri heldur heitt var fyrir okkur Norður-Evrópubúana. Brúðurin var alveg gullfalleg og ekki laust við að við vinkonurnar sem höfðum ferðast til USA felldum tár líkt og tilvonandi eiginmaðurinn sem ekki gat haldið aftur tárunum yfir fegurð konunnar sem hann var að fara að játast.
Veislan var sko ekki síður skemmtileg. Þar var dansað salsa frameftir kvöldi, enda latino blóð í æðum flestra sem þarna vorum saman komnir. Strákarnir (Ómar og David) reyndu fyrir sér á gólfinu með misjöfnum árangri. Þegar leið á kvöldið bað brúðurin um óskalag NÍNA og dönsuðum við vinkonuarnar saman og sungum af hjartans list...þetta er orðin einhvers konar brúðkaupshefð. Plötusnúðurinn tók sig svo til og skellti nokkrum velvöldum Sálar lögum á fóninn við mikinn fögnuð ALLRA brúðkaupsgesta...salsatakturinn bara laðaður að íslenska poppinu.
Elsku Kristín mín og Angel enn og aftur til hamingju og takk fyrir að hafa tekið okkur David opnum örmum og séð um okkur meðan við vorum hjá ykkur...og fyrir að hafa skröllst yfir til New York til að eyða kvöldinu með okkur.
Á mánudeginum fórum við svo yfir til New York (blog USA II)
Bloggar | Breytt 4.6.2007 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 20:04
New York New York
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2007 | 23:14
Heimspeki á minn hátt...
Ég rakst a tvö orðatiltæki í dag sem fengu mig til þess að hugsa.
Annars vegar var það "If you're going through hell...just walk faster!!!"sem í raun er logískt, en þegar maður er fastur í einhverjum pyttinum þá er stundum erfitt að koma sér til þess að horfa fram á veginn og skapa sér ný tækifæri.
Hins vegar var það "I walked down the street and I cried because I had no shoes, then I saw a man with no feet" sem enn og aftur er að benda manni á að það er alltaf einhver sem hefur það verr en maður sjálfur. Carpe Diem eins og maðurinn sagði - ekki annað að gera en að hætta að vorkenna sjálfri sér, grípa þau tækifæri sem lífið hefur uppá að bjóða og sköpa það líf sem maður sækist eftir....og þá er ég ekki að tala um að fara að kaupa nýjan forstjórajeppa eða beinhvíta sófann sem þú sást en hefur í raun ekki efni á að kaupa!!!
Svona til að það sé ljóst þá er ég í góðum gír, ekkert að vorkenna sjálfri mér og bara almennt einstaklega hamingjusöm...en samt sem áður ekki yfir það hafin að hugsa svolítið þegar ég rekst á "lifandi" orðatiltæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 18:23
Sjóriða
Ég hafði hreint ekki áttað mig á því að það eitt að sofa í rétt rúma 12 tíma yfir 4 daga, og dansa sig máttlausa á skipi myndi hafa thessar afleiðingar....en ég er að farast úr sjóriðu! Talið við lækninn í dag sem gaf mér töflur við "motion sickness" og vonandi hressir það mig við - það lítur nefnilega hálfhallærislega út að finnast maður þurfa að taka út veiðistöngina á föstu landi með ekki deigan dropa í sjónmáli!!
Allavega, töflurnar ættu að virka ..og eins gott að ég er ekki ólétt því þá yrði ég nú bara að lifa við þetta segir í leiðbeiningunum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 18:57
London - Barcelona - Sardinia - Barcelona - London
Þá er ég komin heim úr þessari líka skemmtilegu ferð! Kom reyndar heim á sunnudagskvöld, en er búin að vera að jafna mig síðustu daga. Jafnvægið semsagt eitthvað aumingjalegt þessa dagana ...sjóveiki á föstu landi!!!
Flugum semsagt til Barcelona á fimmtudaginn og fórum þar beint um borð á Voyager of the Seas. Get ekki með nokkru móti lýst þeirri upplifun að koma um borð í svona stórt skip - en líkt og sönnum Íslending hæfir nýtti maður hverja stund til hins ítrasta (ekki síst þar sem ferðin var í boði fyrirtækisins og allt upphald þar að leiðandi fyrirfram greitt..). Við létum það vera að fara að sofa á föstudagskvöldið og mættum bara beint í morgunmat á laugardagsmorgninum - var bara hin hressasta og ekkert hæft í því að maður missi úthaldið þegar maður nálgast svona óðfluga þrítugsafmælið Sofnaði hins vegar í sólinni í eftirmiðdaginn og varð svona líka skemmtilega humars-rauð um kvöldið - alltaf er maður landi og þjóð til sóma
Það skemmtilegasta var að þarna hitti maður allskonar fólk hvaðanæva af úr heiminum og starfsfólkið alveg einstaklega hjálpsamt...ekki laust við að maður finni fyrir smá USA keim þarna Mæli hiklaust með svona ör-siglingu, og verð að viðurkenna að ég myndi hiklaust láta sjá mig um borð aftur...þó að "skipstjórinn" hafi verið miður afrýnilegur og gengið um buxnalaus(haha!!). Svona án gríns þá myndi ég skella mér aftur, en þá með David með mér...skemmtilegra að upplifa svona ferðalög með sínum heittelskaða
Vistaði nokkar myndir í myndaalbúminu hér til hliðar...sendi svo fleirri heim a CD.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 21:44
Hvítvín og súkkulaði...átti engin jarðaber!
Löng helgi á Bretlandseyjum. Bretinn svo svakalega hreinskilinn og finnst ekki mikið merkilegt að halda baráttudeg verkalýðsins hátíðlegan - enda ómögulegt að vera í fríi á þriðjudegi og ekkert vit í standa í einhverjum kröfugöngum (eða bara almennt að hafa skoðanir á því hvernig betur mætti reka "stórveldið" Bretland!). Hér er því var brugðið á það ráð að færa baráttudaginn fram á næsta mánudag á eftir en halda samt ekki uppá hann. Ég er svosem ekkert að kvarta yfir því að fá frí á mánudegi, löng helgi er ávalt kærkomin - en mér fyndist samt að hinn almenni breti ætti að láta sér annt um hvað er að gerast i Westminster...því svo virðist sem þeir geri lítið rétt þessa dagana.
En nóg um það. Er að fara í þessa líka skemmtilegu siglingu á fimmtudaginn - með vinnunni og engillinn minn hann David verður bara að sitja heima og þrífa húsið meðan ég er í burtu. Flýg til Barcelona og það beint niður á höfn þar sem stigið verður um borð í þennan líka lúxus dall!
Þaðan er svo siglt til Ítalíu og á leiðinni fær maður tækifæri til að skella sér á skauta svo eitthvað sé nefnt að handahófi! Ég sé fram á skemmtilega ferð - og ekki verra að allt er á kostnað fyrirtækisins...held að þau hafi ekki gert sér grein fyrir því að alvöru valkyrja er með í för (fyrir þau ykkar sem ekki kveikja, þá er það ég!). Ég er nátturulega búin að lofa David að taka bara krumpugalla og stigaskó með mér því drengurinn ekkert kátur með að maður taki sig til fyrir "the captain and his crew"!!! David áttar sig ekki á því að ég átti líka þennan geðveikt fína, fjólubláa krumpugalla hérna í den og er svoleiðis alveg viss um að gallinn virki á hvaða karlmann sem er! Góður galli!!!
Nei, hann veit að ég haga mér alltaf vel...enda er "bara einn David Winnie" og ég myndi ekki hætta á að tapa slíkum gullmola!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 21:08
50 ferðir í kringum sólina, hlátur, grátur og hvítir mávar!
Þá erum við komin heim og aðeins búin að slaka á eftir stutta, en skemmtilega, ferð heim á klakann! Þessar stuttu ferðir eru erfiðastar, enda er maður á endalausu þani svo maður nái nú að hitta sem flesta - mamma bjargaði þessu með að hóa öllum saman í frábæra veislu. Hún var nefnilega að halda uppá fimmtugustu hringferð sína um sólina og því ekki annað en að koma til landsins og fagna þeim merkisáfanga með frúnni.
Kvöldið var með eindæmum skemmtilegt - hlátur, grátur og allur pakkinn. Eins og gengur og gerist var svolítið um ræðuhöld og ekki laust við að fólk hafi á stundum ekki verið með það alveg á hreinu hver ætti afmæli þar sem margar ræðurnar fjölluðu um manninn hennar mömmu. Gulli, sem er giftur systur hennar mömmu tók þá málin í sínar hendur og hrópaði yfir salinn "til hamingju með afmælið Sigurður Pétur, eða ert það ekki þú sem átt afmæli" við mikla kátínu viðstaddra.
Hápunktur kvöldsins var svo óvænt heimsókn Ragga Bjarna!! Hann tók þar nokkur lög með Huldu Sigurðardóttur - jafnvel að maður plati hana Huldu til að syngja í brúðkaupinu á næsta ári Hvítir mávar og Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig vorum meðal annars sungin - bara aldrei séð ömmurnar skemmta sér svona vel....hugsa að þær hafi verið svolítið skotnar í hjartaknúsarnum Ragnari Bjarnasyni hérna í den.
Við flugum svo heim á sunnudaginn - og maður hefur svosem verið hressari! Get samt ekki kvartað yfir Flugleiðum - félagið kom mér þó allavega á leiðarenda....ólíkt British Airways sem skildi okkur eftir á Egilsstöðum í Desember í kolniðamyrkri og brjáluðu veðri án þess svo mikið sem að bjóðast afsökunar á óþægindunum!
Enn og aftur til hamingju með afmælið mamma mín - ekki á þér að sjá að þú sért orðin fimmtug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)