24.9.2007 | 21:02
Villiköttur...
Hér er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Þessi kisa var einu sinni villiköttur sem bjó útí garði. Hún sat eins og litla stúlkan með eldspýturnar utan við gluggan og horfði inní hlýjuna. Fólkið hafði það svo gott þarna inní í hlýjunni og hún átti bara eina eldspýtu eftir....David svo ljúfur að hann tók hana að sér - hann sem var búinn að segja mér að hann vildi ekki kött!! Nú getur hann ekki setið í sófanum án þess að hafa kisu skinnið hjá sér, og það fyrsta sem hann gerir á morgnanna er að hleypa kisulóru inn í stofu.
Í nótt rigndi svona líka svakalega. Kisi leit út eins og drukknuð rotta - og ljúflingurinn hann maðurinn minn náði í handklæði þurrkaði kisa, setti hann í sófann og fór í vinnuna. Kisa aldrei verið sælli. Allt er gott sem endar vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 20:28
Heimsókn
Nú eru amma og pabbi farin heim eftir stutta heimsókn til Bretaveldis - Bretinn búinn að standa í snyrtilegum röðum fyrir utan Northern Rock, fimm manns dóu í umferðaslysi á M4, einn unglingur stunginn til bana í Suðurhluta London, einn hriðjuverkamaður setur í steinninn í Skotlandi, Tottenham tapaði og KR vann og örugglega heill heillingur af einhverri annarri vitleysu allt á einni helgi.
Ég vona bara að pabbinn og amman hafi skemmt sér vel. Kíktum á St Pauls fyrir ömmuna og röltum um í Covent Garden, The Strand, Trafalgar Square, Leicester Square og Piccadilly Circus á laugardaginn og Windsor á sunnudaginn - Beta drottning var heima Allavega nutum við þess að hafa familíuna hér - verst að þið búið svona langt í burtu.
Annars eru fleirri fréttir - David er byrjaður í nýju vinnunni...loksins. David Winnie - Trainee Solicitor Fyrsti dagurinn í dag og ekki annað að sjá en að dagurinn hafi bara gengið vel, enda maðurinn þegar kominn uppí rúm. Segist vera þreyttur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 20:37
Sumarið er komið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 21:18
Home Sweet Home!
Þá er ég komin úr fríi - en búin að hafa alveg brjálað að gera síðan ég kom til baka og hvorki haft tíma né orku í að láta í mér heyra!!
Við höfðum það alveg svakalega gott á Íslandi og vorum bara svakalega kát með að eyða fyrstu vikunni í sumarbústaðnum í Grímsnesi í boði hennar ömmu - alls ekki amaleg þrítugs (tuttuguogeins árs) afmælisgjöf það Potturinn var alveg glimrandi fínn og vel notaður þrátt fyrir skorts á köldu vatni á svæðinu....svona án gríns þá brá mér næstum því eins mikið við að heyra þessar fréttir og þær að framið hafi verið morð á Sæbrautinni og það um miðjan dag, og engin vitni voru að atburðnum svo sagt sé frá! Svona er Ísland í dag...
Heyriði - svona fyrst ég er að tala um Ísland í dag þá langar mig að biðja landsmenn um að hægja á sér í umferðinni. Það áttu sér stað 3 banaslys á klakanum á þeim stutta tíma sem ég dvaldi þar og ég verð að viðurkenna að ég kom auga á margann níðinginn! Einn var mér helst minnisstæður TS 022, sem er silfurgrár Lexus byrjaði á því að kasta pepsí flösku útum gluggann, gaf svo í og tók handbremsubeygju í rigningunni til að smeygja sér milli tveggja bíla og taka framúr - og úrskurðurinn...algert erkifífl - þannig að ef þið þekkið TS 022 endilega látið hann vita.
En nóg um það. Ég átti svo afmæli þann 5.ágúst og ekki annað að segja að dagurinn hafi verið sá notalegasti. Fór í sund að vanda, í hádegismat með mum, dad, Atla bróður og skvísunni hans henni Jónínu og auðvitað mínum yndislega unnusta, svo var haldið beint í vöfluboð hjá mömmu (súperkona hún mamma) og svo útað borða um kvöldið! Sem sagt samúðarát allan daginn - enda ekki á hverjum degi sem maður nær fertugsaldri!
David, mamma og Siggi voru búin að plana afmælisveislu fyrir mig heima hjá Rúnu frænku og Gulla (hér er myndin af þér Rúna mín). Ekki annað að segja að ég hafi skemmt mér enda stauluðumst við heim um 5 leytið - David, mamma og ég svo að drepast úr þynnku daginn eftir og við David rétt drifum okkur í sund með góðvinum okkar Emmu,Bjark, Siggu Möggu og bumbubúanum - enda ekki á hverjum degi sem við hittum þau vestur-Íslendingana!
Anyway - takk fyrir að mæta og takk fyrir mig allir!
Það er svosem frá nógu öðru að segja - en ég heyri hroturnar innan úr herbergi og býst við að best sé að ég komi mér í rúmið hérna í útlandinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 20:19
Klakinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 17:13
Almenn leti…
Engar fréttir eru góðar fréttir! Ég er búin að vera að vinna eins og vitleysingur, enda sumarið búið að vera týnt og ég ekkert þurft að flýta mér heim í grill !!
Skelltum okkur til Liverpool um helgina. Þessi helgi er búin að vera á kortinu í þó nokkurn tíma og við þurft að búa okkur undir það andlega að eyða helginni með tveimur barna fjölskyldum. Þeim þótti það öllum helv... skemmtilegt að sjá okkur drattast fram úr rúminu á sunnudagsmorgni og ekki fá að njóta þess að vakna í friði, lesa blöðin og drekka kaffi. Við lifðum þetta af. Nú er bara rúm vinnuvika þangað til að við komum í heimsókn á klakann og ekki seinna vænna. Hlakka til að komast í bústaðinn í Grímsnesinu og slaka bara á pottur og grill er dagsskipunin!
Jæja, best að klára daginn! Laufey og Benni að koma í heimsókn í kvöld og er ekki enn búin að þrífa húsið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 15:22
Já, sólin skín...
...en ég er föst í vinnunni og nenni því hreinlega ekki. Búin að vera vika leiðilegra frétta og það er ekki einu sinni kominn föstudagurinn þrettándi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 19:28
Þykistunni skyr...
Það var bara léttur matur hjá okkur hér í St Albans í kvöld. Nefnilega búið að rigna svo mikið síðustu vikurnar, eins og margoft hefur komið fram í þessu bloggi mínu, að ég var hreinlega ekki í stuði fyrir einhverja eldamennsku og hrærði bara uppí þykistunni skyr með jarðaberjum og bönunum! Er alls ekki kát með að vera að borða eitthvað gerviskyr...en svona verður maður að gera í útlöndum. Það er samt alveg sama hversu oft maður kallar feitulitlu grísku jógúrtina skyr - hún breytist ekki í yndislega þykkt og gott íslenskt skyr!!!
Ennþá rigning. Þeir segja að það eigi að birta til á laugardaginn - þó megi búast með meiri rigningu!!! Hlakka bara til að koma heim til Íslands til að sóla mig aðeins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2007 | 11:54
Allt í hönk...
Hér er bara allt í rugli!!
Brown tók við sem forsætisráðherra (sem er bara fínt, enda skoti og lítil ást milli hans og Hr. Bush) en hann hafði ekki fyrr tekið við og sprengjur fóru að finnast hér og þar í London - mikið held ég að Blair sé kátur með að þurfa ekki að díla við það.
Og svo rignir hér og rignir og rignir...sumarið er tíminn, eða hvað???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 16:06
Rigning!
Hér er búið að rigna alla helgina að mér finnst - sólin læt kannski eitthvað aðeins á sér kræla í gær, en bara svona rétt milli skúranna! Handklæðin sem eru búin að hanga útá snúru síðan um miðja síðustu viku eru orðin alla svakalega súr og fara beint í vélina aftur þegar ég fæ mig til þess að ná í þau.
Er búin að vera í eldhúsinu í allan dag. David er að fara í próf á morgunn og ég er að gera mitt besta til þess að vera ekki fyrir - eldhúsið er góður felustaður, ólíklegt að hann komi þangað nema til að ná sér í eitthvað að borða Bakaði þessa líka góðu súkkulaðiköku með jarðaberjasultu á milli og súkkulaðikremi ofan á og nú er heimalöguð grænmetissúpa að malla - maðurinn getur alls ekki kvartað yfir því að ég sjái ekki vel um hann það er helst að hann kvarti þegar hann stígur á vigtina blessaður.
Annars er hann alger engill og ég er farin að hlakka til að fá hinn raunverulega David til baka eftir þessa síðustu próftörn.... það er varla að ég trúi því, en náminu er endanlega lokið eftir tæpar 2 vikur og svo komum við heim til Íslands bráðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)