Home Sweet Home

Það er svo gott að vera komin heim! Er bara búin að taka því rólega...eða ætlaði bara að taka því rólega þangað til að stelpurnar breyttu mér í kött Shocking og sáu til þess ég nældi mér í nokkur ráð um hvernig ég skuli bera mig að í hjónabandinu. Einna best fannst mér það ráð að halda rónni...enda veit hver kona að það er gríðarlega mikilvægt bara svona til að halda geðheilsunni...!!

Annars gengur brúðkaupsundirbúningurinn bara vel. Mátaði kjólinn í morgunn og hann passaði - eða svona næstum því, en það þarf aðeins að stytta hann og þrengja! Svo er það hárið á morgun og loka mátun á miðvikudaginn.

Bið að heilsa í bili Wink


Níu dagar....

Tíminn líður hratt (...á gervihnattaöld) og styttist nú í stóra daginn. Alveg heill hellingur af smá atriðum sem enn á eftir að redda, en þetta reddast eins og venjulega! Hef meiri áhyggjur af því að flugumferðastjórar séu að fara í verkfall því það á eftir að hafa áhrifa á komu gesta og brúðgumans sjálfs (ég slepp!)

Flest allt svona að koma...læt ykkur vita ef ég fer að panikka!


Minning um góða konu...

LosÞá er baráttunni hennar Lorraine lokið - ekki stóð bardaginn lengi yfir og þó barðist hún hetjulega við þessa vá sem krabbameinið er. Fyrir rétt rúmum þremur mánuðum var vinkona mín, yfirmaður og lærimóðir greind með krabbamein í lungum sem dreifðst hafði útí eitlakerfið. Hún hafði svosem ekki kennt sér mein, annað en kannski bara svolítið orkuleysi og slen - en hún hélt ótrauð áfram án þess að hugsa mikið um ástæðunar fyrir þessari þreytu.

Lorraine var með eindæmum orkumikil, lífleg og uppátækjasöm kona. Hver sá sem einhvern tíman hitti hana varð af henni snortinn - og uppátækin þykja minnistæð. Hvort sem það var í afmælinum hjá honum David þar sem hún tók uppá því að herma eftir Marilyn Monroe og færði borðstofuborðið til svo hægt væri að dansa almennilega í húsinu, eða þegar við fórum á milli hótelherbergja samstarfsfélaga okkar og sungum lög úr barnæsku af lífi og sál - Lorraine var alltaf hrókur alls fagnaðar.

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að kveðja vinkonu mína svona langt fyrir aldur fram - að hún verði ekki við brúðkaupið okkar Davids í júlí, að hún drífi mig áfram þegar vinnan er að ná tökum á mér, segji mér að vera góð við David og skipa honum að vera góðum við mig, að geta ekki sms-að henni yfir American Idol og sest í létt spjall með hvítvínsglas við hönd. Lífið er stundum ekki sanngjarnt, en maður maður víst að taka því öllu saman...hvort sem good, bad or the ugly!


Fjórar vikur - and counting!

Nú snýst lífið algerlega um brúðkaupið, enda rétt rúmar 4 vikur til stefnu og allt á fullu í undirbúningi.

Byrjaði á gestabókinni í gær, enda dálítið föndur og púsl að koma henni saman. Spurði David í gær hvort við ættum að skella eins einni barnamynd af hvoru okkar inní bókina - en bætti við að það gæti verið svolítið skrítið þar sem hans mynd myndi vera svarthvít og mín í lit!!! Honum fannst þetta ekki fyndið!

Svo er bara að skella sér uppí Cambridge á morgun og versla smá fyrir brúðkaupsferðina (veit ekki ennþá hvert ég er að fara, svo best að ég kaupi stuttbuxur og skíðagalla!)

Anyway - farin ad vinna Smile


Þá fer að koma að því...

InLove Nú eru bara rétt tæpar 6 vikur í brúðkaupið og alveg heill hellingur sem á eftir að ákveða, framkvæma og almennt bara pæla í. Ég er nefnilega á fullu í lærdómi undir próf, og það er ekki fyrr en að því loknu sem ég get eitthvað almennilega hellt mér í það að taka ákvarðanir...

 Hins vegar erum við búin að setja upp gjafalista á www.johnlewis.co.uk, og erum brúðhjón númer 317576 hvorki meira né minna! Við ætlumst nú ekkert sérstaklega til þess að þið heima á klakanum falist eftir að kaupa eitthvað að þessum lista, en hann ætti nú að gefa ykkur einhverja hugmyndir... annað sem vekur gríðarlegan áhuga er glerverk hjá Galleri Lind, ýmislegt hjá Gallerí List og svo er Skólavörðustígurinn alltaf skemmtilegur...knús og kossar svo ávalt velkomnir Grin

Anyway, eins og maðurinn sagði, þá ætla ég að skella mér í bækurnar aftur!


Bensínverð...

Ég geri mér grein fyrir því að bensínverð hefur hækkað í kjölfar falls krónunnar - þó svo að fall krónunnar sé engan vegin útskýringin á hækkandi verði þar sem það bensín sem er í tönkunum heima var keypt á betra gengi. Ég skil sumpart mótmæli atvinnubílstjóra, enda er bensín dýrt. Hins vegar hefur enginn haft fyrir því að benda á bensínverð á Íslandi er alls ekki hærra til dæmis á Bretlandi, og þar ferðasta fólk jafnan lengri vegalengdir til og frá vinnu. Lítri af bensíni á Bretlandi ér í kringum 151 krónur.

Íslendingar ættu kannski að stoppa svona einu sinni til að átta sig á því að lífið er kannski ekki svo slæmt og að aðstæður gætu verið verri!

 


Bláar fréttir

Ef maður hefur ekkert fallegt að segja þá á maður kannski bara að segja ekki neitt?!?

Góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að fá enn eina stöðuhækkunina - þá fjórðu á jafnmörgum árum. Mér hefur nú verið falið að reka skrifstofuna í St Albans, og þá ábyrg fyrir kostnaði og tekjum rekstursins. Fékk einmitt að heyra að við höfðum eytt 500 pundum í klósettpappír á síðasta ári - hér verða nú breytingar á og ég læt bara fólkið koma með sinn eigin pappír...strax byrjuð að spara! Nei, svona í alvöru þá er ég ábyrg fyrir öllum rekstri og þar með talið eru kaup á klósettpappír Tounge.

Þessi stöðuhækkun var svosem á döfinni - en kom fyrr en áætlað hafi verið vegna veikinda Lorraine, og er því svona heldur "Bitter Sweet". Lorraine er semsagt einn eiganda fyrirtækisins og sú sem hefur rekið St Albans skrifstofuna síðustu 4 árin, og í raun verið mér einskonar "role model". Lorraine er bara 42 ára og var greind með krabbamein fyrir rúmum 2 vikum. Núna í síðustu viku breyttu læknarnir fyrri sjúkdómsgreiningu og staðfestu krabbamein í lungum. Vikan hefur því verið erfið fyrir St Albans tímið - og verð ég að viðurkenna að mér þykir ekkert sérlega skemmtilegt að vera endalaust að færa starfsfólkinu "mínu" slæmar fréttir! Such is life segja þeir.

Jæja, er búin að þrífa húsið í dag, tékka á því hvað fótboltaskórnir kosta fyrir Atla bróðir og tékka á verðmuninum á Dell fartölvu...og bara ykkur að segja þá kostar sama tölvan sem kostar 190.000 á Íslandi rétt um 80.000 hérna - ég læt ykkur um reikninginn!

Fréttaflutningur héðan frá bretaveldi verið eitthvað svolitið "blár" svona undanfarið og þegar maður heldur að hlutirnir geti ekki versnað þá einmitt versna þeir...

 


Russibani...

Dugnaðurinn í heimilishaldi er gríðarlegur hérna á Chambers Grove! Erum búin að búa í húsinu í rúmar 6 vikur og þegar búin að mála svefnherbergið og skrifstofuna í ljúfum möndlu og ólívutónum Wink, enda erum við (ég) jarðbundin í meira lagi. Þetta er semsagt allt að koma - þó svo að ég sé nú ekki alveg sátt við "Feng Sui-ið" í skrifstofunni...finn út úr því.

Annars eru síðustu 2 vikur búnar að vera svona upp og ofan. Erla vinkona að standa sig eins og hetja í sinni baráttu úti í Houston, og bara farin að blogga sjálf rúmri viku eftir aðgerðina - alveg hreint frábært að fylgjast með þessari kjarnakonu. Og svo kom niðursveiflan - Lorraine, yfirmaðurinn minn og, eins og mamma kallar hana, "enska mamman mín" var greind með krabbamein í ónæmiskefinu núna í vikunni - og hún því að hefja sína þrautargöngu. Lífið sem sagt ekki auðvelt!

Við erum samt hress og kát...bara að bíða eftir vorinu.


Febrúar...

Þessi stutti mánuður er búinn að vera alveg þvílíkt langur!

Við kisa sitjum hérna við tölvuna að reyna að átta okkur á hvað okkur hefur eiginlega orðið úr verki og einhvern vegin finnst okkur það vera harla lítið. Erum búnar að átta okkur á nýja húsinu og fara í nokkrar blóðprufur, annars hefur bara lítið farið fyrir lífi hér í UK. Er búin að vera á leiðinni í að stytta gardínurnar í um það bil 4 vikur, og sé ekki fram á að það gerist neitt í bráð. Ætlum líka að fara að mála, en það er eins með það og gardínurnar - er einfaldlega ekki að gera útaf við mig af spenningi!

Brúðkaupsundirbúningur hins vegar farinn á fullt. Fékk mynd af kjólnum í vikunni, mamma að sækja hringana á morgunn og kortin alveg að vera tilbúin (ég gerði semsagt eitthvað í febrúar). Auglýsi hér með eftir fjólubláum brúðarmeyjar-marengs-kjól fyrir Rakel frænku.

Hún Erla vinkona kom fram Kastljósinu í síðustu viku og sagði frá baráttu sinni við PMP, sjaldgæfan krabbameinstengan sjúkdóm sem hún var greind með stuttu fyrir jól. Hún er nú komin alla leiðina til Houston þar sem þessi hetja mun gangast undir MOAO á föstudaginn og svo hefja strembið bataferli. Endilega kíkið inná síðunna hennar, www.erlasylvia.com, sendið henni og litlu fjölskyldunni hennar baráttukveðjur og ef þið eigið auka aur endilega punktið niður númerið á stryktarreikningum þeirra og leggið inn við tækifæri.

Nágrannarnir líka búnir að fyrirgefa okkur tómatsúpuna...svo allt að koma saman með hækkandi sól. Sumarið má alveg fara að koma!

 


Heima er heima!

Þá erum við að verða búin að koma okkur fyrir - tekið rúmar tvær vikur, og eftir viðburðaríka og rándýra ferð í IKEA (bílinn bilaði) þá erum við loksins búin að koma "skrifstofunni" í stand (ó já við erum með skrifstofu) og allt er svona nokkurn vegin smollið. Þurfum að vísu að mála flest, og myndirnar eru enn á víð og dreif um húsið þar sem fæstar theirra hafa fundið fastan samastað - en húsið lítur út eins og heimili...sem er bara ágætis afrek. Þau ykkar sem hafa heimsótt okkur hérna í UK - þetta er ekki orðið alveg eins fínt og gamla húsið - en munurinn er sá að við eigum þetta og þurfum því að gera allt sjálf!

FPF1196~Campbell-s-Soup-I-1968-PostersAnnars gengu flutningarir bara vel. Við unnum hörðum höndum við að flytja dótið yfir fá föstudagskvöldinu eftir vinnu og mest allur laugadagurinn fór eins í það að keyra fram og til baka frá St Albans til Welwyn Garden City (ekkert smá nafn). David náði að vingast við nágrannana með því að keyra yfir (óvart) dós með tómatsúpu sem sprakk svona líka skemmtilega yfir nýju nágrannanna!!! Strákarnir sem hjálpuðu okkur að flytja gerðu illt verra með því að engjast um að hlátri með tilheyrandi handapati og óhljóðum...og David var fjólublár af skömm! "Welcome to our neighboorhood" partí er líklega ekki á döfinni hér!

Nýja heimilisfangið er 1 Chambers Grove, Welwyn Garden City, AL7 4FG. Hripið þetta niður fyrir jólakortin í ár - en það er eini tími ársins sem íslendingar senda kort, og þá ekki einu sinni alltaf!

Anyway - farin að búa til súpu...viti menn, tómatsúpu!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband